Jæja

Ég ætla að byrja á að þakka öllum sem kíkt hafa á bloggið mitt undanfarið. Það eru töluverð viðbrigði að fá allt í einu yfir sig helling af kommentum og fjölda lesenda og flest kommentin eru þannig að ég roðna og veit ekki almennilega hvernig ég á að haga mér. Enn og aftur takk fyrir innlitið. En allt í einu er að koma ný helgi og allt að gerast. IDOLið 2009 leggur í hann á laugardaginn og það verður gaman. Það er eins og margar vítamínsprautur að hitta allt þetta fólk sem kemur og syngur og á sér draum. Og þetta verður langur laugardagur því það eru margir búnir að skrá sig til leiks í söngstjörnuleitinni. En ég er ekki búinn að gleyma Borginni. Það er meira á leiðinni. En áður en það kemur verð ég að kaupa nýja viskíflösku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skál, en fjandakornið ekki í Wiskí   blanda mér appaló í staðinn, eða bara egilsmalt og appelsín.

(IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 00:43

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Hafðu þær tvær til vonar og vara:)

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 01:26

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er mikil hæverska fólgin í því að roðna, en hvað með það. Þegar svona "gullmolar" eins og frásögnin þín af Borginni, detta inn á bloggið þá er vona að fólk komenri á jákvæðum nótum. Ætla ekki að blanda mér í viskýið, það er ekki mín deild, en IDOLIÐ það er annað og þar hlýtur að vera Idol sviðstjórans að stjórna svoleiðis útsendingum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2009 kl. 05:59

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég veit þú er hófsemdarmaðurí viskídrykkju þannið að ég segi; láttu það eftir þér frændi kauptu eina vískíflösku, vökvaðu skáldagyðjuna og lyftu aðeins upp andandum um helgina.

Almenn þurfa samt allir að ganga hægt um gleðinnar dyr og gá að sér því í árferði sem þessu mun mörgum verða hált á svellinu. Annarstaðar í heiminum sem þar sem hvolfist yfir atvinnuleysi, greiðsluvandræði og gjaldþrot, þar eykst mjög drykkjusýki og afleiðinar þess stundum orðið verri en af kreppunni sjálfri.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 9.1.2009 kl. 12:45

5 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þú ert krútt

Við GÞP erum til í að drekka allt nema viský með þér. Verst að SHG getur ekki tekið þátt í drykkjunni........

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 9.1.2009 kl. 16:31

6 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Allir á Snúrinni hér.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 18:48

7 identicon

Blessaður frændi. Ég er svo langt á eftir, var að lesa færsluna þína um bardagann á borginni. Fróðleg og vel skrifuð lesning. Þetta hefur ekki verið mjög skemmtileg upplifun.

En takk fyrir jólabréfið :)

kv. Valla

Valgerður Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 00:19

8 Smámynd: Karl Tómasson

Kæri Eyþór.

Gleðilegt ár og takk fyrir gömlu.

Ég mun aldrei gleyma þínu viðmóti á Bylgjutúrnum okkar um árið.

Þú ert frábær tæknimaður og einstaklega hjálplegur og viðfeldinn við alla þá sem mæta í útsendingar.

Gangi þér allt í haginn alltaf.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 10.1.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband