27.7.2007 | 22:26
Kominn í bæinn...
Kominn í bæinn og búinn að borða ágætan sjóbirting og litla bleikju sem ég veiddi í þeirri ágætu á Urriðaá vestur á Mýrum. Urriðaá er rétt vestan við Langá og þegar ég sá hana fyrst vildi ég kalla hana læk eins og maður var vanur að kalla vatnsföll af hennar stærðargráðu. En hún leynir á sér og það var ekki leiðinlegt á fimmtudaginn að fylgjast með löxunum sem sveimuðu neðst í ánni og veltu fyrir sér hvort óhætt væri að leggja í hann upp ána. Nokkrir höfðu þegar lagt í hann og dóluðu í lítlum hyl en svöruðu ekki kalli okkar félaga þrátt fyrir að við legðum okkur alla fram. En sjaldan hefur maður séð jafn lítið vatn í ánni og núna. En við prufum aftur seinni partinn í ágúst svo hver veit. Sjóbirtingurinn var fínn á bragðið en fjölskyldan var nú ekkert upprifin, enda búið að kenna henni að eini silungurinn sem sé ætur sé silungur úr Héraðsvötum sem er auðvitað rétt en maður lætur sig hafa ýmislegt og verður gott af. Annars er allt gott og meiri hugleiðingar um silung seinnna.
Athugasemdir
Hæ elsku Eyþór! Eins skemmtilegur og þú ert, myndi ég halda að þú lokkaðir silunginn auðveldlega upp úr ánum með yndislegheitunum einum saman.
Kær kveðja,
Kolla :)
Ps. ég er líka ný í þessu bloggi, er svona að prófa mig áfram.... og ekki með EINN bloggvin, þannig að þú virðist vera að gera góða hluti kallinn.
Kolla ,,bítiskona (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.