Hanus

Fyrir mörgum árum eignađist ég nokkrar fćreyskar plötur. Umslagiđ á einni var nokkuđ sérkennilegt  og hét platan "Gaman og álvara" og undir stóđ  Hanus syngur Poul F. og kom út 1988. Platan var sett á og síđan hef ég ekki veriđ  samur mađur. Ţarna spilar og syngur svarthćrđur mađur fyrir mann lög og ljóđ sem ég  einhvern veginn var alltaf ađ bíđa eftir ađ heyra. Og hver er Hanus? Hanus G. Johanson söngvaskáld er fćddur í Klakksvík 18.6. 1950 og eins og stendur utan á áđurnefndu plötuumslagi; "ţađ ţekkja allir Hanus í Fćreyjum"! Hvađ gerist svo á "kolblárri menningarnótt".  Ég les ţađ í smáa letrinu í Mogganum ađ einhverjir Fćeyingar skemmti í Ráđhúsinu. Gaman, hugsa ég og les lengra og hrekk viđ. Ég sé nafniđ Hanus. Ég finn hvernig gleđin grípur mig.  Hanus kemur. Og menningarnótt rennur upp.  Hleyp 3 km í skemmtiskokkinu ásamt yngri dóttur minni og viđ fáum pening.  Upp í Hallgrímskirkju og hlusta á konu mína syngja ásamt dásamlegum Dómkór. Svo humarsúpa á Lćkjarbrekku úti og undir teppi! Og svo var lent í Ráđhúsinu og ţar á sviđinu var Hanus  í rauđköflóttu skyrtunni sinni sem er nákvćmlega eins og mín sem ég er alltaf í. Já ţarf ađ segja meira. Hanus er ađ vísu ekki svartur lengur, hann er orđinn ansi gráhćrđur, en allt annađ var til stađar. Hann náđi ađ galdra fyrir mann ţann galdur sem einn mađur getur gert međ rödd og gítar. Svo var allt búiđ. Augnablik dagsins var slegiđ... Takk fyrir komuna Hanus.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband