Laugardagskvöld

Þetta er gott kvöld. Er búinn að fá eitt lag af nýja diskinum hennar Eivarar á heilann. Það er lag númer þrjú og heitir "Do not Weep".  Að vísu hlusta ég á hana syngja þetta á færeysku, finnst meiri sál í því þannig. Ég man alltaf eftir því þegar Eivör kom fyrst til okkar í upptöku á gömlu Stöð tvö. Við strákarnir vorum gersamlega heillaðir af Þessari berfættu villikonu. Eins og ég sagði er þetta gott kvöld. Ég fór í ræktina í dag og allur miklu brattari og hef mikil plön! Áðan gengu tveir ungir hressir menn upp götuna á leið í bæinn og höfðu hátt. Þeir sungu. Já þeir sungu "Og hann er alveg ofboðslega frægur". Það vantaði aðeins upp á textann hjá þeim svo mér datt í hug að stinga hausnum út um gluggann og taka undir með þeim og leiða þá á réttar brautir. En ég hætti við. Ég sé eftir því. Það hefði kannski orðið skemmtilegt. Þetta er gott kvöld: Það er ljóst að Stuðmenn eru ekki í hættu meðan ungir menn í Vesturbæ Reykjavíkur kyrja söngvana á leið í fjörið. Þetta er rétt hjá Þórði að Stuðmenn séu eins og Vínardrengjakórinn, enda er þetta gott kvöld, þótt hann sé byrjaður að rigna og ég gleymt að breiða yfir grillið... 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband