6.9.2007 | 00:11
Frystikista
Eftir síðasta blogg var ég spurður að því hvað frystikista og grjót ættu sameiginlegt. Ég verð að viðurkenna að það er harla lítið. En það var þannig að frystikista var mér bara svo ofarlega í huga á sunnudagskvöldið. Það hefur alltaf háð minni fjölskyldu að eiga ekki frystikistu til að geta hent ofan í tilboðum af hinu og þessu úr stórmörkuðunum. Og svo bara þegar ég fékk rukkun fyrir e-kortið mitt fylgdi því þetta fína frystikistutilboð. E-kortið er að vísu kallað glæpakortið hér á heimilinu því þú straujar og straujar og borgar bara smotterí á mánuði og heldur að allt sé gott. En þetta er sannarlega uppfinning andskotans því á endanum þarft þú að borga allt sem þú hefur straujað og vel það. En ekki var ég leiður þegar frystikistan flaug inn á kortið og ég ætla að vera lengi að borga hana og njóta þess og fylla hana af allskonar góðgæti. Ég sé meira að segja fram á að nú þarf ég ekki að vera með frystikistukvíða ef mér skyldi takast að krækja í lax. Það er nóg að vera með löndunarkvíða og síðan aðgerðarkvíða. (Það er margt bölið.) Svo verð ég sennilega að huga að hreindýraveiðum á næsta ári, því ekki má kistan standa tóm! Annars er allt gott, ég safna bloggvinum og það styttist í réttir og Jethro Tull.
Athugasemdir
Sá strax í hendi mér að frystikistan væri undir skagfirskan silung og lax, og að þarna væri um að ræða eins konar skammhlaup á milli bloggfærslna.
Ragnar Hólm (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 00:16
Og ef allt bregst - þá setur þú handrukkarann frá E-kortinu bara í frystikistuna..... Ég verð þér til halds og traust og mun veita fjarvistarsannanir eftir pöntunum!
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 6.9.2007 kl. 11:17
Fáðu Hákon Aðalsteins með þér á Hreindýr ......þið væruð flottir saman.
Einar Bragi Bragason., 6.9.2007 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.