Bókamarkaður

Það er bókamarkaður þar sem Krónan var við JL- húsið. Ég er veikur fyrir bókamörkuðum. Ég sogast þar inn alveg ósjálfrátt. Þar sem ég var að flýta mér að kaupa í matinn áðan, skaust ég í Nóatún og hvað haldið þið? Dáleiddur rann ég inn á bókamarkaðinn eins og þægt lamb. Ég skautaði yfir eitt borðið, fann síðan ljóðabækurnar útí horni í kælinum þar sem skyrið var. Greip í hvelli þrjár ljóðabækur, brunaði að kassanum og þar fékk ég ábót. Mátti velja mér tvær bækur og Andrés blað í nesti. Það er svo alltaf spennandi augnablik þegar maður fer að athuga hvort þessar nýju bækur séu kannski til í skápnum! Spjaldskráin í hausnum er byrjuð að gefa sig hvað bókaeign varðar. En í þetta sinn var ég heppinn. Ég keypti Matta Jó.: "Árstíðaferð um innri mann" Sigmund Erni: "Sjaldgæft fólk" og hestavísur (hvað annað) "Fjörið blikar augum í" en titillinn er tilvitnun í vísu eftir Bjarna afa. Bækurnar sem ég fékk í ábót voru:"Skóladagbók dramadrottningar 2007-2008"(mun koma að góðum notum) og finnsk saga (skrítið) "Sjö bræður" eftir Aleksis Kivi. Ef ég man rétt var myndaflokkur uppúr þessari bók sýndur í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Ég leit svo aðeins yfir bókaskápinn áðan til að skerpa á minninu. Kíki kannski aftur í kælinn á morgun og hinn og...  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú er svo mikil les-pía, Eyþór.

Már Högnason (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband