Fjörið blikar...

Fjörið blikar augum í,

aldrei hik í spori.

Lundin mikil, hrein og hlý,

hlaðin kviku þori.

Þessi vísa eftir Bjarna afa minn kemur hér til að minna mig á að ég hef aldrei komið í Laufskálarétt. Þetta er líka góð vísa. Og hér set ég mér markmið: Laufskálarétt að ári! Og svo er smá spurning óskyld réttum. Hvernig stendur á því að Húsavík er allt í einu komin í Norðurþing? Ég bara kann ekki við þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er afar góð vísa Eyþór enda var Bjarni á Uppsölum stálgreindur maður og hagur á orð. Eins og mig minni að faðir þinn sé nú þokkalegur hagyrðingur líka.

Hann Hjálmar heitinn á Vatni sagði mér að hann byggi á hlunnindajörð? Jú, hann sagðist sjá af hlaðinu heima hjá sér heim til sjö skálda. Eitt þessara skálda var afi þinn.

Árni Gunnarsson, 28.9.2007 kl. 23:43

2 Smámynd: Eyþór Árnason

Takk fyrir þetta Árni.

Eyþór Árnason, 29.9.2007 kl. 00:00

3 Smámynd: Karl Tómasson

Kæri Eyþór. Mikið var gaman að fá þig í heimsókn á mína síðu.

Gamli Sextíuogsex túrinn gleymist seint.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 29.9.2007 kl. 01:25

4 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Sæll frændi

sem fæddur Húsvíkingur verð ég að vera sammála þér með þetta Norðurþing þetta hreinlega passar ekki.

kveðja frá þingeyskum, eyfirðingi sem í dag er skagfirðingur.

Guðný Jóhannesdóttir, 29.9.2007 kl. 21:45

5 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Sæll Eyþór,  sá  þessa  fínu vísu eftir  hann Afa  þinn.  Ég  kynntist honum nú ekki mikið  en var  svo  heppinn að hitta hann nokkrum sinnum áður en hann dó  og  þegar ég  las  þessa vísu þá  fannst mér  ekki ósennilegt að hann væri að  lýsa  sjálfum sér.. eða í  það  minnsta getur vísan átt vel við hann eins og ég þekkti  hann.  Haf þú og þínir það annars gott..

Kveðja  úr  Sahara

Magnús Guðjónsson, 30.9.2007 kl. 18:29

6 identicon

Falleg vísa. Svona yrkja bara Skagfirðingar!

Annars er gaman að sjá frændfólk mitt hér úr ólíkum áttum safnast saman

Egill Harðar (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband