Hundar á spjalli

Í útvarpinu (rás 1) er hundur, Þ.e.a.s. þáttur með þeim félögum Eiríki og Hjörleifi sem eru dúettinn "Hundur í óskilum". Þátturinn er á laugardögum kl.18.30 (endurfluttur á þriðjudagskvöldum). Þetta hljómar eins og dagskrárkynning, en átti ekki að vera það. Ég sat úti í bíl áðan og komst ekki inn með kvöldmatinn því þeir félagar héldu mér föstum með sögum og söng. Þeir voru eiginlega ekki komnir úr réttunum ennþá. Í lokin sungu þeir þó um "aðalgjaldkerann ástvinalausa í erlendri milljónaborg". Svo það er ykkur að kenna "hundarnir ykkar" ef fjölskyldan verður dauð úr hungri áður en kvöldmaturinn er tilbúinn. En ég heyrði að það tíðkast enn fornir réttarsiðir í Svarfaðardal, sem nú eru löngu aflagðir í Akrahreppi. Þar setja menn bara undir sig hausinn og draga sitt fé. Sem sagt; þessi hundur er algjört metfé.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Eyþór. Rambaði á síðuna þína fyrir algjöra tilviljun. Frábær lýsing hjá þér á réttarstemmingunni. Ég var í huganum komin norður í Silfrastaðarétt, en þar hef ekki komið í ansi mörg ár, alltof mörg reyndar. Þar sem Skagafjörður, og sérstaklega þá Blönduhlíðin, er í mínum huga fallegasta sveit í heimi ætla ég að láta fylgja með vísu eftir pabba.

Bjart er yfir Blönduhlíð

blómum skrýdd er jörðin

þegar sól um sumartíð

sveipar Skagafjörðinn.

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 16:41

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Heyrði akkúrat restina af þættinum þar sem við renndum okkur niður Kambana. Hann var mjög skemmtilegur textinn um ræfilst útlagann sem fórnar sér fyrir okkur sveitlubbana.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 1.10.2007 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband