4.10.2007 | 00:41
B-hliðin
Ég held að b-hliðin á Abbey Road sé sú plötuhlið sem ég hef oftast hlustað á. Frá upphafi til enda. Án þess að stoppa. Það voru eiginlega helgispjöll að stoppa. Eins og að slökkva á þjóðsöngnum í miðju kafi. Ég sat í gærkveldi og hofði á albúmið. Horfði á þessa mynd af fjórum mönnum á gangbraut. Horfði á þessa menn sem breyttu lífi manns. Horfði svo og hlustaði á Egil tala við Einar Má Jónsson í sjónvarpinu. Mér fannst Einar flottur. Hann hefur verið búsettur fjölda ára í París, en talaði eins og hann hefði aldrei farið neitt. Mesta lagi drukkið kaffi á Kaffi París. Ég dró líka fram ljóðabækur Jónasar Svafár og setti á náttborðið:
það blæðir úr morgunsárinu
móðir lífs er moldin enn / og málið vex á lýðsins tungu / ganga aftur gamlir menn / gráhærðir með frosin lungu
dagsins morgunn er draumasár / dauðinn sefur í beinum dýra / þungt vatn blæðir í húð og hár / og hugsjónir í gaddavíra
Athugasemdir
Þetta er topp plata
Einar Bragi Bragason., 4.10.2007 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.