22.10.2007 | 23:53
Bjólfskviða
Horfði á heimildarmynd í gærkveldi um kvikmyndina Bjólfskviðu. Horfði með athygli og hreyfði mig ekki úr sófanum. Fjandi skemmtileg mynd fannst mér. Að vísu hef ég ekki séð viðfangsefnið sjálfa Bjólfskviðu, en ætla að bæta úr því. Þarna skein vonleysið úr hverju andliti og það rigndi eldi og brennisteini og rokið ætlaði allt lifandi að drepa. En leikstjórinn sjálfur tók vindinn í fangið eins og norðlenskur gangnaforingi og einhvern veginn var myndin barin upp á tjaldið. Ég stóð upp úr sófanum, leit út um gluggann og langaði að fara út og búa til bíó. Ég ætti kannski að láta athuga mig...
Athugasemdir
Jamm, þú ættir að láta athuga þig. Við höfum jú staðið ansi nærri þessari dellu og það er ekkert annað en marsúkismi að langa í slíkt aftur. Ég þekki vel til þessarar kvikmyndagerðar eins og þú veist og tók skynsamlegu leiðina og fann mér eitthvað vitlegra og öruggara að gera.
Annars myndi ég hvenær sem er svara kallinu, ef þig vantaði leikmynd Eyþór minn. Það var og er alger unun að vinna með þér og margar eru minningarnar skemmtilegar af bralli okkar.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2007 kl. 02:57
Ég held þú ættir fyrst að láta athuga þig - og svo taka ákvörðum um kvikmyndagerðina - díll?
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 24.10.2007 kl. 13:42
Hvernig var í Neskaupstað
Einar Bragi Bragason., 26.10.2007 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.