Miðvikudagur

Miðvikudagur. Þetta orð er eiginlega vendipunktur. Síðasta helgi er að fjara út og næsta er að byrja að seytla inn. Þetta hljómar eiginlega eins og hér skrifi mikill djammbolti, en það er misskilningur. Því þegar ég skrifaði miðvikudagur átti það að vera tilvitnun í Stein Steinarr, en völdin voru tekin af mér: "Miðvikudagur. - Og lífið gengur sinn gang..." Ég stóð upp og náði í ljóðasafn Steins og þá tók ég eftir að bókin er ansi lúin. Greinilega mikið lesin og gott að fletta henni. Og þá mundi ég eftir því að ég sökkti mér niður í Stein á vissu tímabili. Því þegar bláu skólaljóðunum sleppti lenti ég í tómarúmi í ljóðheimum, en Steinn dró mig upp (að vísu ásamt fleirum) og ég las og fílaði mig í kofa við Hudson Bay og ...elska það, sem aldrei verður til... Svo gleymum ekki Steini. Honum er stillt út til fermingargjafa. En les hann einhver? En hvernig læt ég. Það er ekki hægt að pína neinn til að fíla þetta eða hitt. En það má reyna smá innrætingu. Það skaðar ekki. Ekki hvað Stein varðar.

Utan hringsins

Ég geng í hring / í kringum allt, sem er. / Og innan þessa hrings / er veröld þín.

Minn skuggi féll um stund / á gluggans gler.

Ég geng í hring / í kringum allt, sem er. / Og utan þessa hrings / er veröld mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband