1.11.2007 | 02:34
Gjugg í borg
Ţetta barst međ vindinum...
Ţáttur Yoko:
Hún ţvílíku uppnámi olli
og umbylti Björns Inga kolli.
Hún borgina braut
upp súlu skaut
og skildi eftir D-lista í polli.
Ţáttur hinna:
Ţótt Villi međ súlunni syngi
og sífellt hann dansi í hringi
var draumur um völd
víst kvaddur í kvöld
af krimma - sem nefndur er Bingi.
Ţví Bingi er snöggur og sleipur
og sleppur frá Villa sem hleypur
beint útí vegg
og sýpur ţar hregg
međ sílum sem fara međ fleipur.
En Svandís hún sveiflađi haka
og svelliđ ţađ byrjađi' ađ braka.
Sprakk svo í mola
og menn fóru ađ vola
ţá samfylking byrjađi ađ baka.
Hann Ómar er yfir sig hrifinn
og ćtlar ađ telja öll rifin
úr frjálslynda flokknum
sem situr á koppnum
og kallar: Hver á ađ sjá um ţrifin?
Hann Bjarni var bjartur í framan
en Burgmćster fannst ekki gaman
Ţví hver er ađ ljúga?
Og hverjum ađ trúa?
ţá Kastljósiđ atti ţeim saman.
Hann Dagur er dreyminn á svipinn
og dáleidd viđ horfum á gripinn:
Sem stekkur í sloppinn
og er ekki loppinn
er gufuna setur í hripin.
Ţví Rei hann er lausaleikskrói
lúsugur hundeltur kjói;
sem ástina sprengdi
og borgina flengdi
en flýtur á örk eins og Nói.
Svo trúiđ mér tćpt er ađ vćla
og tekur ţví alls ekki ađ ćla.
Ţví ríkt verđur Rei!
og stolt siglir fley;
hjá Ráđstjórn er gleđi og sćla.
Okt. 2007
Athugasemdir
he he he gott
Einar Bragi Bragason., 3.11.2007 kl. 11:47
Aldeilis ágćtur saumaskapur utan um aulahátt fádćmanna.
Árni Gunnarsson, 3.11.2007 kl. 16:47
Já, lausaleikskrói! Gott
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.11.2007 kl. 15:48
Limríkur kveđskapur um fáráđa sem eru alráđa og listspíru, sem er skugginn af horfinni friđarsúlu.
Frábćrt ađ sjá sköpuarneistann vera á lífi hjá ţér, sem knýttir tryggđarbönd međ listgyđjunni forđum og sórst henni eiđ, en hefur síđan haldiđ henni í grasekkjustandi meira og minna síđan. Blessuđ stúlkan sem starir á hafiđ getur nú tekiđ gleđi sína aftur, stóreyg og fött.
Habbđu ţökk fyrir.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2007 kl. 17:50
He, he! Skemmtileg lesning, semurđu líka lög? Get ekki beđiđ eftir ađ heyra ţetta sungiđ. Kannski í bandinu hans Bubba?
Guđmundur Rafnkell Gíslason, 4.11.2007 kl. 23:30
Takk fyrir innlitiđ félagar og hlý orđ.
Eyţór Árnason, 5.11.2007 kl. 00:41
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.