Að vakna

Það fór eins og mig grunaði. Það var erfitt að koma sér á lappir í morgun. Ég rétt dragnaðist framúr, reif menntaskólaunglinginn upp og stakk svo hausnum út um gluggann svona til að gá hvernig heimurinn snéri. Ég fæ alltaf minnimáttarkennd þegar ég sé morguhressu morgunkornsauglýsingarnar og mér finnst ég vera eitthvað svo ömurlegur. Af hverju getur ekki verið stuð hjá mér á morgnanna eins og hjá fallega fólkinu? Því það var ekki stuð hjá okkur feðgum í morgun. Sonurinn svaf ofaní seríosið og ég skellti saman einni samloku fyrir hann. Þögn. Hafði ekki sinnu á að opna útvarpið til að taka skeytin. Og drengurinn að verða of seinn. "Á ég ekki að skutla þér" sagði ég. "Jú takk" sagði hann. Við ókum. Þögn. "Takk pabbi" sagði hann. "Bless" sagði ég og brunaði heim aftur, bar upp blöð dagsins og reyndi að ná áttum. Smátt og smátt bráði af mér og ég mundi hvað við feðgarnir vorum myljandi skemmtilegir í gærkveldi og ég fór að sætta mig við að eiga ekki von um að fá hlutverk í næstu seríosauglýsingu alheimsins. En kannski kæmi ég til greina ef auglýsa ætti hafragraut og súrt slátur. Ég kaupi mysu strax á morgun... 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Morgnar á þessum árstíma eru stundum virkilega erfiðir.

Einar Bragi Bragason., 8.11.2007 kl. 00:00

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Já strákar... og þögnin er stórlega vanmetin. Menn þurfa ekki alltaf að tala og tala. Mér finnst gott að vera með vinum og ...þegja. Það á við alla morgna hjá mér. Röddin vaknar ekki fyrr en hausinn er vaknaður.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 9.11.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband