H. H. las Jónas

Hallgrímur Helga fór á flugskeiði gegnum Gunnarshólma hjá Agli í kvöld. Mér fannst það gaman. Hann staldraði við öðru hvoru í ljóðinu svona til að útskýra fyrir manni hvað væri að gerast og hvar maður væri staddur. Tók mann inn í ljóðið. En Hallgrímur fékk ekki að klára. Ég hefði látið hann ljúka við ljóðið. Það var nógur tími. Það liggur ekkert á. Ekki þegar Gunnarshólmi er annars vegar. Og svona í sárabætur:

...

Þar sem að áður akrar huldu völl, / ólgandi Þverá veltur yfir sanda. / Sólroðin líta enn hin öldnu fjöll / árstrauminn harða fögrum dali granda. / Flúinn er dvergur, dáin hamratröll, / dauft er í sveitum, hnipin þjóð í vanda. / En lágum hlífir hulinn verndarkraftur / hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Takk fyrir upprifjunina - nú held ég að það sé kominn tími á nokkur Jónasar-ljóða-bóka-lestrar-kvöld hjá mér........  Óþarflega langt síðan síðast.

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 15.11.2007 kl. 09:37

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þetta var flott - en hefur þú séð Hjöra og Eirík - Hund í óskilum - rappa Gunnarshólma - það er ótrúlega flott!

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 15.11.2007 kl. 16:45

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú er ég alvarlega ósammála þér Eyþór. Mér fannst innslagið með Hallgrími hallærislegt. Ég held að þeir sem þurfa á að halda útskýringum á Gunnarshólma eigi bara að fá sér eitthvað auðveldara.

En augljóslega leið honum afar vel í þessu hlutverki.

Svo var það rúsínan í pylsuendanum þegar verið var að auglýsa vefinn og sama upplesaranum tókst að klúðra Skjaldbreiði tvisvar. Skipti lestrinum í tvennt og varð fótaskortur á upplestrinum bæði skiptin.

En ég hlakka til Þjóðleikhússins annað kvöld.

Árni Gunnarsson, 15.11.2007 kl. 21:18

4 Smámynd: Eyþór Árnason

Ég hef séð þá Hjöra og Eirík rappa Gunnarshólma. Það er ógleymanlegt. Því ef Hallgrímur fór á skeiði í gær þá fara þeir "Hundar" á brunastökki yfir Hólmann. Ég veit ekki Árni minn, hvort þú hefur heyrt Gunnarshólma í rappútfærslu þeirra félaga í Hundi í óskilum, en ég held að svona "öðruvísi" flutningur geri bara gott. Það hlusta kannski nýir áheyrendur sem vita vart að Gunnarshólmi sé til. Enda er ekkert sem getur grandað þessum Hólma. Bestu kveðjur og takk fyrir innlitið öll sömul og góðar athugasemdir.

Eyþór Árnason, 15.11.2007 kl. 23:09

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég verð að taka undir þetta síðasta með þér, Eyþór. Þótt ég hafi ekki heyrt Hund í óskilum rappa Gunnarshólma get ég vel ímyndað mér að það hafi verið frábærlega gert. Hundurinn er bara einfaldlega þannig - góður.

Þótt ég sé ofurviðkvæm fyrir öllum breytingum á þjóðararfinum finnst mér full ástæða til þess að bera hann öðruvísi á borð fyrir nýjar kynslóðir til að vekja athygli þeirra. Og ef það er vel og skemmtilega gert gæti sú útfærsla einmitt orðið til þess að yngri kynslóðirnar vilji fá meira að heyra og þá er tilgangnum náð.

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.11.2007 kl. 11:43

6 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Frábært ljóð, eitthvert það magnaðasta sem samið hefur verið á því áskæra ylhýra...

Guðni Már Henningsson, 16.11.2007 kl. 14:44

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég ætla að halda mig við þrjóskuna. Ég hef ekki heyrt Óskilahundana rappa Gunnarshólma, en af kynnum mínum treysti ég þeim betur til að matreiða Gunnarshólma en H.H.

Árni Gunnarsson, 16.11.2007 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband