27.11.2007 | 23:47
Hiti
Ef ég var með hroll í gærkveldi, þá er ég með hita í kvöld. Ég held nú samt að ég standi alveg í 37 gráðum, en samt er ég funheitur. Ég hlustaði og horfði á Eivöru í sjónvarpinu áðan. Og maður er bara ekki samur eftir. Hún er svo mikil villikona, en syngur samt svo blítt að maður tárast. Svo breytist hún á augabragði í pönkara og maður hlær. Svo á næsta andartaki verður hún fugl og maður er ekki viss hvort hún er þessa heims eða annars.
hjarta mítt:
míni eygu sukku í djúpa hav í / nátt, og hjarta mítt brann eins / og eldur, og sjálvt um luftin / var ísaköld, so vermdu meg / tínar heitu hendur. nei, aldri eg / gloyma man tvey eygu so rein, / og andlitið so yndisligt, blítt, / og um eg ikki tá var farin heim, / tá mundi tú stolið hjarta mítt.
Athugasemdir
Eivör er frábær.
Þú ert líka sveitamaður minn kæri. Þess vegna fílaði ég þig sennilega frá fyrstu tíð.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 28.11.2007 kl. 00:38
Eivör er engu lík..frábær söngkona og meiriháttar manneskja. Ég tók viðtal við hana út í Færeyjum í sumar og í miðju viðtalinu kleip hún mig í rassinn!!!!
Guðni Már Henningsson, 29.11.2007 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.