12.12.2007 | 01:15
Þriðjudagskvöld.
Kvöldið leit ágætlega út þar sem við sátum yfir ýsunni í kvöldmatnum. Fórum eftir matinn með fiðlustelpunni út á Nes þar sem hún spilaði með skólahljómsveitinni sinni á bókasafninu. Að spili loknu hlustuðum við á Jón Kalmann lesa úr bókinni sem er enn í plastinu á náttborðinu mínu, Auði A. Ólafs lesa úr bókinni Afleggjarinn og Friðrik G. Olgeirsson lesa úr Snert hörpu mína, ævisögu Davíðs frá Fagraskógi. Eftir menningarskammtinn stukku ég og menntaskóladrengurinn til tengdó og færðum einn skáp. Þegar við lentum heima tók kökuilmur á móti okkur því fiðlustelpan hafði slegið í köku og jólalykt í húsinu. Og hér sit ég nú og hlusta á Kim Larsen. Gott aðventukvöld.
Athugasemdir
Bíddu hvað eru kvöldin eiginlega löng hjá þér?
Valla frænka (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 13:17
Sæl frænka. Kvöldin eru oft löng hjá mér. Ég er í miklu stuði milli tólf og eitt. En ég er ekki að gera neitt merkilegt. Ég held að þetta sé ættgengur fjandi. Sigurlaug langamma þín dundaði sér oft lengi frameftir. En hún var með stórt heimili. Kveðja norður.
Eyþór Árnason, 13.12.2007 kl. 00:02
Við höfum þá hlustað á meistara Larsen á svipuðum tíma. Ég sat einmitt langt fram á nótt þennan þriðjudag og hlustaði á gömlu góðu lögin
Heimir Eyvindarson, 13.12.2007 kl. 23:43
ég myndi drífa mig í að rífa plastið af bókinni og byrja að lesa því maður getur lesið þessa bók aftur og aftur kv. Egill
Egill Aðaslteinsson (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.