Gamlársdagur 2007

Gamlársdagur er runninn upp. Ég sit og hlusta á Mugiboogie. Algjör snilld. Og jólin hafa farið um mann mjúkum höndum. Jón Kalman er kominn úr plastinu og var lesinn með andakt. Enda er  Himnaríki og helvíti bók sem maður á að drekka í sig. Og lesa hægt. Sumt er svo flott að það er eiginlega ekki hægt. Snilldarbók. Nú er ég að lesa Böðvar; Sögur úr Síðunni. Þar er líka snilld á ferðinni. Mér finnst ég hafa átt heima í Síðunni, ég lifi mig svo inn í þessar sögur. Ég er líka búinn að fletta bókinni um Akrahrepp, en á eftir að lesa. Enda er það engin smá lesning. Sá mig ungan og fallegan á mynd með gangnamönnum árið 1977. Svo er ég líka búinn að grípa í ljóðabókina með fallega nafninu eftir Þórarin Eldjárn og ná sambandi. En eins og sjá má er þetta ekki mikil yfirferð í lestri og bíða margar bækur. Það er einhvern veginn svo um jólin, að ég horfi óvenju mikið á sjónvarp og svo borða ég óvenju mikið og sef óvenju mikið. Og fjölskyldan spilaði partý-spilið í gærkveldi og skemmti sér vel. Og nú er lítið eftir af árinu. Bara sofa, vakna, Kryddsíld á Borginni, bað, veisla, skaupið og svo horfa á gamla árið hverfa inn í flugeldarokið og það nýja skríða á land. Og kæru vinir: Takk fyrir skemmtilegt bloggár og gleðilegt nýtt ...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Takk fyrir öll gömlu árin kæri Eyþór - bestu kveðjur til SHG og ykkar allra.

Varðandi lesningu um jólin þá byrjaði ég á H&H eftir Jón Kalman en lagði hana frá mér í bili að minnsta kosti - fann að ég var ekki alveg tilbúin. Er að lesa Einar Má og finnst svona og svona - hún er of langdregin og einhæf fyrir minn smekk og ég fer eigilega yfir hana á hraðlestri. Ég er líka að lesa nýjustu bókina sem höfundur Svo fögur bein skrifaði og svo er ég búin með Arnald.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 31.12.2007 kl. 11:15

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það er ólíkur smekkur okkar Kristínar en mér finnast Rimlar hugans beinlínis spennandi en hafi þér, Kristín, fundist Svo fögur bein spennandi þá er samt ekki að öllu ólíkur því að ég var mjög hrifinn af bókinni og fannst hún kannski allra mest svolítið frumlegur reyfari. Las að auki bók eftir Skagfirðing þekktari fyrir að búa í Vesturheimi og á Akureyri, fundargerð fundar sem Haraldur Bessason lét dragast í tæpa hálfa öld að ljúka við. Margar afar skemmtilegar sögur. Himnaríki og helvíti verða að bíða, en fæ hana vonandi lánaða svo og Sögur úr Síðunni.

Gleðilegt nýtt ár

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 31.12.2007 kl. 17:12

3 Smámynd: Túrilla

Hér hefur enn eingöngu verið litið í bókina um Davíð Stefánsson, það mikla skáld. Það var eina bókin sem ég óskaði mér í jólagjöf og til að tryggja að ég fengi hana þá keypti ég hana sjálf. Sagði svo kallinum að pakka henni inn og merkja hana: Til Túrillu - Frá Hr. Túrillu. Með þessu kem ég í veg fyrir að hann kaupi eitthvað sem mig langar ekkert í, t.d. skartgripi eða fatnað.

Nýárskveðjur til þín og fjölskyldu þinnar. Kærar þakkir fyrir liðnu árin.

Túrilla, 1.1.2008 kl. 11:43

4 identicon

Mugison er snillingur, en því miður á ég eftir að fjárfesta í nýjustu afurð hans, Mugiboogie  Í staðinn sit ég og hlusta á nýjustu afurð bræðranna sem kenndir eru við bæinn Álftagerði. Bókin um Akrahrepp er engin smá bók og ég get ekki beðið eftir því að skoða þá bók.

Nýjárskveðjur til þín og þinnar fjölskyldu.

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 17:23

5 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Gleðilegt ár Eyþór, það var ánægjulegt að fá þig í bloggheima, gaman að lesa skrif þín. Nú sé ég ekki jólapistilinn sem kom í umslagi á Laugarveginn fyrr en í febrúar svo bloggið hjálpar.

En Mugison/Öddi komu á þetta heimili í nóvember og diskurinn algjör snilld, átti ekki von á þessu frá Ödda þegar hann var með mér á Laugum.

Álftagerðisbræður klikka ekkert, gaman að fá svona DVD og myndirnar frá Binna í Úthlíð er magnaðar, þetta þarf að varðveita.

Sendi líka nýárskveðjur til fjölskyldu þinnar.

Rúnar Birgir Gíslason, 1.1.2008 kl. 20:39

6 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Gleðilegt ár  Eyþór  og  bestu kveðjur  til þíns fólks.   Það er búið að vera  skemmtilegt að lesa bloggið þitt á árinu og ég er viss um nýja árið verður  ekki lakara..  Takk fyrir öll gömlu árin og  ég óska  ykkur  öllum gæfu og góðs gengis á nýja árinu   og  mundu svo að hafa það eins og þú vilt..

Magnús G.

Magnús Guðjónsson, 1.1.2008 kl. 23:58

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

áriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiðððððððð

Einar Bragi Bragason., 3.1.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband