17.1.2008 | 00:50
Eyrarrós
Ég var pínu spældur að kallarnir mínir að norðan skyldu ekki fá eyrarrósina hjá Dorrit. Þeir brunuðu suður og héldu uppi fjörinu á Bessastöðum og drógu ekki af sér. Pöpullinn hrökk í kút þegar þeir settu í gang. Sungu meðal annars Undir bláhimni. Hvað annað? Að sleppa að synga Undir bláhimni við svona tækifæri væri bara eins og ef Paul sleppti að syngja Yesterday fyrir drottninguna. En þeir fengu vín og snittur. Að vísu fannst þeim blandan full dauf, enda ekki vanir neinu sulli þessir drengir. Og eyrarrósin er fallegt blóm og ég er hættur að vera spældur, því Mugison og co eiga allt gott skilið. Hamingjubúgikveðjur vestur.
Athugasemdir
Eyþór minn, við hefðum kannski ekki átt að kjafta frá því að blogginu mínu að ég héldi með Safnasafninu og þú með Heimi. Annars: Ég gleðst yfir þessu öllu, þótt það kæmi mér alls ekki á óvart að Eyrarrósin skyldi fara vestur að þessu sinni; ég var búinn að spá því í huganum. Eins og ég nefndi á blogginu um daginn: Allar tilnefningar voru viðurkenning til að gleðjast yfir. Og þeir sem ekki fengu rósina fengu smápening og nokkra flugmiða ef ég man rétt.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.1.2008 kl. 06:47
Ég tók aðeins annan pól í hæðina, vissulega hélt ég með skagfirsku vinum mínum og frændum en þegar ég sá fréttina um málið á RÚV sá ég glitta í Frissa vin minn. Friðrik í Skriðu, þá fattaði ég að það voru 2 gamlir skólafélagar mínir frá Laugum tilnefndir, Frissi og Öddi sem í dag er kallaður Mugison.
Auðvitað vann Lauganemi
Rúnar Birgir Gíslason, 17.1.2008 kl. 11:56
Auðvitað er Heimir bestur í heimi!
Það er bara þannig.
Ekki orð um það meir.
Imba (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 10:45
Hitti svæfingalækni í dag sem spurði mig hvað hafi orðið af leikaranum úr Blönduhlíðinni. Þetta var áður en hann svæfði mig, nb og sökum skarpskyggni minnar tókst mér að tengja. Var alveg búin að gleyma að þú ert alvöru leikari. En þegar til kastanna kom hafði svæfingalæknirinn eiginlega meiri áhuga á frænku þinni sem hann var skotinn í í menntaskóla, um hana gat ég ekkert frætt hann..
Sigríður Gunnarsdóttir, 22.1.2008 kl. 21:15
Já drengir mínir: Laugamenn standa fyrir sínu. Og Imba mín: Heimir kemur suður um helgina með Stebba Íslandi-prógrammið . Og Sigga: Ég get kannski gaukað að lækninum upplýsingum um ónefnda frænku mína fyrir lítinn pening. Og ég get nú sagt mér til hróss að ég leik nokkur hlutverk sem maður í fjarska í Pessu- þáttunum sem nú eru sýndir á Stöð 2. Svo þetta er allt að koma. Kveðja norður og líka niður til Danmerkur.
Eyþór Árnason, 22.1.2008 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.