Að vera í sambandi

Ég held stundum að ég sé ekki í sambandi. Borga stöðumælasektir á síðustu stundu, fer seint að sofa og læt hlutina danka. Og það var ekki fyrr en í dag að ég mannaði mig upp og lét setja nagladekk undir litla Skódann. Ég hélt að það kæmi ekki vetur. En Skódinn er eins og nýr á þessum líka urrandi dekkjum. Og svo er ég nýbúinn að taka niður jólaskrautið. Að vísu eru tvær seríur enn í sambandi. Svo ég reyni. Að vera í sambandi.

Nú tíðkast ekki' að tala' um þjóð í hlekkjum

og túnin bíða eftir þurrum flekkjum

hér glampa slær á gull í þungum sekkjum

og gott er nú að vera' á negldum dekkjum

því ólga fylgir austurlenskum ekkjum

svo endurraða þarf í öllum rekkjum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Ný mynd? Hvar er sú rauðköflótta?

Hallmundur Kristinsson, 30.1.2008 kl. 00:39

2 Smámynd: Eyþór Árnason

Já Hallmundur; þetta eru mistök. Ég þarf að láta taka af mér þokkalega mynd í skyrtunni góðu. Kveðja og takk fyrir innlitið.

Eyþór Árnason, 30.1.2008 kl. 00:47

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he

Einar Bragi Bragason., 31.1.2008 kl. 00:07

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

þetta er að vera mannlegur - ég er heldur ekki búinn að taka niður jólaskrautið!

Bjarni Harðarson, 3.2.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband