Ferming

Í gær var fallegur dagur. Fiðlustelpan fermdist í Dómkirkjunni og veisla á eftir. Við vorum með veisluna heima, buðum bara þeim nánustu og ég held að þetta hafi verið ágætt. Enda sáu mæður og systur um að bera inn tertur í stórum stöflum svo maður er enn saddur. Fermingarbarnið var mjög ánægt, enda fékk hún falleg skeyti, blóm og góðar gjafir. En í dag var maður hálf dasaður. Og til að hressa sig við fórum við í leikhúsið í kvöld og sáum Kommúnuna og skemmtum okkur vel. Enda setti ég Lifun á fóninn þegar heim var komið. En nú hefur Idólið tekið völdin í stofunni og Bítlalögin hljóma. Ég ætla að kíkja á hvernig þeir gera þetta í Ameríku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

til lukku með stelpuna

Þeir gera þetta bara vel í  USA 

Einar Bragi Bragason., 18.3.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til hamingju með dótturina... Ég er búin að heyra svo margt gott um Kommúnuna að nú panta ég miða!

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.3.2008 kl. 01:28

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hjartanlega til hamingju með "Fiðlustelpuna" þína, veðrið hélt aldeilis með fermingarbörnum gærdagsins, og vorið birtist, í sinni fallegustu mynd, þeim til heiðurs, skyldi það vera komið til að vera?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.3.2008 kl. 02:10

4 identicon

Til hamingju  með frænku mína!

Guðrún Harpa (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 17:59

5 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Innilega til hamingju með fermingarstúlkuna.

Sigríður Gunnarsdóttir, 20.3.2008 kl. 12:00

6 Smámynd: Eyþór Árnason

Takk fyrir, takk, takk. Og ég held að vorið sé ekki alveg komið Lilja mín.

Eyþór Árnason, 21.3.2008 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband