Seldur

Ég var seldur í gær. Ekki það, ég hef oft verið keyptur og seldur. Enda var þessi dagur bara venjulegur og enginn varð var við neitt frekar en Jón Hreggviðsson forðum daga. Og himinninn var fallegur í morgun:

Ég horfði' uppí himinsins roða

og hugurinn fylltist af doða.

    Sparkað af Baugi

    og líður sem draugi

er dragnast ég uppí til Stoða. 

... eða:

Ég horfði' upp í  himinsins roða

og hugsaði: Hvað mun hann boða?

    Sólbráð og hlýju?

    Ólund og klígju?

Svo henti' hann mér uppí til Stoða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Góðar vísur... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.4.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Flottar limrur !  Búið að selja þig einusinni enn!  Ég spyr einsog fávís kona, hver á  Stoða ?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.4.2008 kl. 00:03

3 identicon

Hvert varstu seldur mágur minn sæll?

Imba (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 18:06

4 Smámynd: Eyþór Árnason

Blessunarlega eru það nokkurnveginn þeir sömu sem eiga mig áfram að ég held! Stoðir eru líka traust nafn eins og Baugur. Annars er nú þetta niðurstaðan af öllum mínum kaupum og sölum:

Ég hef nú ennþá þokkalega sjón

það hljómar kannski eins og ég sé flón:

Þó jöklar bráðni´og yfirfylli lón

getur enginn átt mig nema Jón!

Til nánari skýringar: Fyrst kom Jón Óttar, svo Jón Ólafs. og nú er Jón Ásgeir.

Eyþór Árnason, 10.4.2008 kl. 23:08

5 Smámynd: Jakob Smári Magnússon

Ég vissi ekki að þú værir til sölu Eyþór minn. Ég hefði sennilega keypt þig.

Jakob Smári Magnússon, 10.4.2008 kl. 23:14

6 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Asskoti er þessi góð hjá þér.

Kann að meta svona kveðskap.  Gerðirðu mikið af þessu?

Besta kveðja og góða helgi:) 

Linda Samsonar Gísladóttir, 11.4.2008 kl. 21:47

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Eyþór hvað er meilið þitt......vantar smá kvikmyndaupptöku ráðleggingar

Einar Bragi Bragason., 12.4.2008 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband