13.4.2008 | 23:42
Miđi á Vesturgötunni
Ég er enn í stuđi eftir Rolling Stones tónleikana í gćrkvöldi ţó í bíó vćru. Fór svo á alvöru tónleika í Tónmenntaskólanum í morgun ţar sem nemendur á ýmsum stigum spiluđu. Mađur kemur alltaf betri út af ţessum tónleikum. Svo var fiđlustelpan líka flott. En ţađ sem mér fannst krúttlegast um ţessa helgi var miđi á Vesturgötunni. Ég átti nefnilega leiđ ţar um á laugardaginn. Og aldrei ţessu vant var ég ekki á bíl. Ţarna gengum ég og Vaka eftir gangstéttinni ţar sem sólin skein og leiddum reiđhjól heimilisins, ţví nú átti ađ pumpa í dekkin. Ţá rákum viđ augun í miđann. Hann var í glugga á rakarastofu: "Er kominn međ flensu. Get ekki meir í dag. Kveđja Raggi." Viđ vonum bara ađ Raggi verđi snöggur ađ ná sér.
Athugasemdir
heimilislegur miđi...
Einar Bragi Bragason., 15.4.2008 kl. 22:43
Vesturgatan er gatan mín. Raggi er reyndar ekki rakarinn minn, en nágranni og sendir mér alltaf tölvupóst ásamt hinum skjólstćđingum sínum ţegar hann hefur einhver skilabođ til ţeirra. Eđalmađur og ég vona ađ hann hressist fljótt.
Lára Hanna Einarsdóttir, 16.4.2008 kl. 09:04
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.