17.4.2008 | 23:29
Von og spenna
Það er að hlýna. Smá von um vor. En förum að öllu með gát og grenjum ekki þó kólni aftur. Ég er að norðan og býst ekki við vori fyrr en upp úr miðjum maí, ef maður er heppinn. Ef það koma góðir dagar þá er það bónus. Svo finnst mér skógarþrösturinn ansi hljóður en krummi sperrir sig á blokkunum og ljósastaurum. Annars held ég að Raggi rakari sé búinn að jafna sig á flensunni. Miðinn var horfinn úr glugganum í gær. Svo fór ég á mánudagskvöldið og hlustaði á Hjalta lesa meiri Þorstein. Það var ekki fjölmennt, en góðmennt. Svo góðmennt að gamall vinur minn sem þarna var sendi mér ljóðabók með póstinum. Og úrslitaþátturinn í Bandinu er annað kvöld. Það er búið að tengja sprengjurnar og hlaða konfettí-byssurnar svo það er best að vera á tánum.
Athugasemdir
Vorið er að koma gamli vin. Kýrnar á leiðinni út, gæsin komin með hreiður í hólmunum, lóusöngur í lofti og fjör í fótum.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.4.2008 kl. 00:06
ertu búinn að hlusta
Einar Bragi Bragason., 18.4.2008 kl. 01:20
Gott að "heyra" frá þér fyrir helgina - kemur einhvernvegin svona náttúruleg ró yfir mig. Mun þó fylgjast með sprengingum úr Skorradalnum. Pældu í tækninni nú til dags - ég get verið í sveitinni og fylgst með þér sprengja í höfuðborginni - jahérnamig........
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 18.4.2008 kl. 09:28
Og svo er verið að undirbúa (yndirbúa) Sæluvikuna.
Er hún ekki úr Blönduhlíðinni Þessi:?
Vonin kvikar vængjafrá,
vor umlykur haga,
sólarblik það sendir á
Sæluvikudaga.
Árni Gunnarsson, 19.4.2008 kl. 23:28
Helga mín: Ég er nú bara ekki búinn að heyra í lóunni.En bíð spenntur.
Og Ingibjörg mín: Ég vona að við höfum ekki fælt hestana...
Og Einar: Jahá!
Og Árni: Mér fannst hún kunnugleg þessi, en þar sem ég mjög lélegur að muna vísur þá ætlaði ég strax að játa mig sigraðan og leggjast í símann og hringja. En ég róaði mig og fór að hugsa hver hefði ort svona í Blönduhlíð. Eitt nafn kom strax upp í hugann og ég fletti bókum. Og auðvitað passaði það! Magnús á Vöglum. En Blöndhlíðingar eiga auðvitað að kunna svona vísur. En nú er svo langt síðan ég kom á sæluviku að ég veit ekki hvort enn er sungið í græna salnum eða hvort hann er enn til. Kveðja og takk fyrir að minna á visuna og Sæluna.
Eyþór Árnason, 20.4.2008 kl. 23:20
Fuglasöngurinn eykst með degi hverjum... og bráðum fer maður að spila Beach Boys!
Guðni Már Henningsson, 21.4.2008 kl. 23:00
Gleðilegt sumar, sæti sexý súpersjarmur og sveitungi!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.4.2008 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.