Grúppía

Ég er búinn að finna það út að besta starf í heimi er að vera grúppía. Fékk að fljóta með sem maki (eða grúppía) í ferð Dómkórsins til Dresden. Fórum sumardaginn fyrsta og komum heim á þriðjudaginn.  Kórinn hélt magnaða tónleika í Frúarkirkjunni í Dresden og söng einnig þar í messu. Og það fær sko ekki hver sem er að syngja þar! Marteinn söngstjóri er frá Meissen sem er rétt hjá Dresden og horfði á himininn loga, sex ára gamall, þegar Dresden var lögð í rúst 1945. En sem sagt; frábær ferð, enda grúppíulífið tiltölulega áhyggjulaust. Svo er Bandið hans Bubba búið eins og allir vita og nafni vann eins og allir vita. Svo er ég farinn að vinna við Svarta engla sem er spennuþáttasería eftir bókum Ævars Arnar. Skapp svo vestur í Bjarkarlund í dag og lék í einni senu í Dagvaktinni. Svo það má segja að það sé stuð þessa dagana og lítill tími fyrir blogg. En ekki veit ég hvort þær voru grúppíur gæsirnar í Hvassafellstúninu sem gáfu mér auga þar sem ég bjó mig undir að beygja upp Bröttubrekku. Þær voru að minnsta kosti farnar er ég kom til baka. En hún var áreiðanlega grúppía gæsin sem stóð bísperrt á þúfu skammt frá Bjarkarlundi... eða var hún kannski bara að bíða eftir vorinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Er vorið ekki komið ennþá þar vestra?

Búin að fá lýsingu á ferðinni og þessari mögnuðu kirkju. Ég á vinkonu í kórnum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.5.2008 kl. 00:43

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Eyþór, mín yndislega hinumeginviðvötnin æskuhetja; -á ég að trúa því að þú hafir ekið framá tvo "hópa" og ekki náð þér í matinn?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.5.2008 kl. 02:18

3 Smámynd: Eyþór Árnason

Lára mín: Eina sem minnti á vorið fyrir vestan voru fuglarnir og sólin á leiðinni.

Já Helga mín, öllu fer nú aftur. En það skal viðurkennt að það fór um mig gamall fiðringur á leiðinni! 

Eyþór Árnason, 2.5.2008 kl. 12:27

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, ég vissi ekki að það væri svona mikið stuð að vera grúpppía.  Í alvöru Eyþór, er annars nokkuð uppúr því að hafa?.,  nema, jú,  þú færð, að sniglast í kringum söngstjörnurnar, áhyggjulaus um hvort, þær komi upp réttum tóni. -  En er það ekki allt og sumt.  - Er ekki kostnaðurinn gígantískur við kaup á réttum dressum ogsfrv.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.5.2008 kl. 22:57

5 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þú ert sko aldeilis frábær grúppía Eyþór minn!!! Mikið þakka ég ykkur hjónum fyrir samveruna í Þýskalandi. Gulli minn filaði sig verulega vel í grúppíuhlutverkinu. Talar um að hann sé ekki lengur Dómkórs virgin.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 3.5.2008 kl. 11:03

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég öfunda þig af grúppíulífinu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.5.2008 kl. 11:25

7 Smámynd: Eyþór Árnason

Já Lilja mín, það getur verið rétt að grúppíulífið sé ekki alltaf dans á rósum, en með dómkórnum er það bara dans og dressin ekki vandamál!

Takk fyrir samveruna Kristín mín og bið að heilsa Gulla. Hann er svo sannarlega orðinn innvígður.

Já Heimir minn,  ég veit þú skilur mig.  

Eyþór Árnason, 4.5.2008 kl. 22:03

8 Smámynd: Vala Friðriksdóttir

Það er munur að vera grúppía

Ekki bara það, því nú verður þú frægur fyrir Dagvaktina

Kv Vala.

Vala Friðriksdóttir, 5.5.2008 kl. 13:03

9 identicon

Hérna hvar sækir maður um svona grúppíustarf???

Eitthvað rámar mig að hafa séð þig á leiksviði (í Miðgarði) fyrir já svolítið mörgum árum síðan  Ekki rétt munað hjá mér?

Kveðja frá Selfossi þar sem vorið er alveg að koma.

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 07:14

10 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég vil taka fram að grúppíur Dómkórsins koma alltaf naktar fram! Ekkert vandamál með dressin þar....... Hver er vinkona þín Lára Hanna?

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 9.5.2008 kl. 15:45

11 Smámynd: Eyþór Árnason

Maður eiginlega treður sér fram í grúppístarfið og það sakar ekki að vera snöggur að afklæðast ef svo stendur á.  Svo þetta er alveg rétt hjá Kristínu um grúppíur Dómkórsins. Og þetta er rétt hjá þér Ragnheiður um sviðið í Miðgarði, en ég hugsa að ég verði ekki mjög frægur fyrir Dagvaktina Vala mín.

Eyþór Árnason, 11.5.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband