Mark

Ég horfði á heilan fótboltaleik í dag. Og hálfan handboltaleik. Ég sá Man.U. verða meistara og Óla Stef. verða meistara. Ég er að vísu frekar latur við að horfa á fótbolta, en í dag sökkti ég mér niður í sófann og horfði einbeittur á heilan leik. Og ég varð spenntur. Því það er nefnilega þannig með þessa frægu fótboltamenn að manni finnst maður þekkja þá eins og frændur sína eða vini og talar við þá í gegnum sjónvarpið og gefur þeim góð ráð og skammar þá hiklaust ef þeir klikka. Og þegar Giggs var skipt inná hugsaði ég: "Hann skorar." Og augnablikið þegar hann svo skoraði... ég stóð upp og fagnaði eins og ég hefði verið að skora sjálfur og varð allur eitthvað utan við mig og missti samband við veröldina um stund. Þetta var svona eitt af þessum augnablikum sem sannfæra mann um hvers konar snilldarleikur fótbolti er. Og ekki er það verra þegar einn af frændum manns eða vinum skorar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Til hamingju með frændann og fótboltann. Þú ættir sko að (hefur kannski) fara á leik í Englandi og upplifa sjálfur þá ótrúlegu stemningu sem myndast. Ég hélt ekki að mér þætti neitt ofsa mikið til um það en maður tapar sér í þessu klikkaða hópefli. Ótrúlegt alveg fyrir svona fótboltabyrjendur eins og mig.  Ætlaði annars rétt að segja hæ á smá bloggrúnti eftir allt klámið.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.5.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég er stolt af þaulsetu þinni og viðurkenni að þetta var ekki eitthvað sem ég sá þig fyrir mér, gera.  En skil tilfinninguna í fagninu - nett svona eins og þegar maður dettur, rýkur á fætur og vonar að enginn hafi séð.........

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 13.5.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Það er aðeins eitt united.....Leeds United

Einar Bragi Bragason., 13.5.2008 kl. 12:37

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Takk fyrir kveðjuna, Eyþór minn.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.5.2008 kl. 23:32

5 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Skil þig vel. Sat í spennukasti yfir leiknum í kvöld. kv/R

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 21.5.2008 kl. 23:55

6 Smámynd: Eyþór Árnason

Takk fyrir innlitið og til hamingju með Regínu og Friðrik Ómar. Þau skoruðu í kvöld!!!

Eyþór Árnason, 22.5.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband