Nćturtónlist

"Nóttin er minn heimur" sagđi skáld nokkurt sem dvaldi löngum á kantinum. Kanti hins venjulega lífs. Og ţađ má kannski segja ađ ég hafi veriđ á kantinum síđan í apríl. Ekki alveg í sambandi viđ hitt lífiđ sem rennur hjá eftir Sćbrautinni, en í sambandi samt, einbeittur ađ vinna viđ "Svarta engla"   (spennuţáttaseríu sem verđur sýnd á RÚV í haust), einbeittur ađ framleiđa spennu-ópíum fyrir fólkiđ í stofunum. Ég er einn af valmúafólki Íslands og nóttin er minn heimur og dagurinn svo hverfull og ég man einn dag í apríl - svo kom jarđskjálfti - svo kom ísbjörn - svo kom sumar - og viđ kláruđum tökur á "Svörtum englum" í gćr.                                                                                                                       Ég gekk nótt eina í vikunni heim í Vesturbćinn eftir Sćbrautinni. Gekk hratt í sumarúđanum og fannst minn heimur ansi merkilegur. Svo merkilegur ađ ég stökk upp á grjótgarđinum viđ Sólfariđ og belgdi mig yfir Faxaflóann. Ţar sem ég hreykti mér á grjótinu heyrđi ég tónlist. Hún kom frá tónlistarhúsinu nýja. Kranamúsík. Ţarna sveifluđust kranarnir klukkan fjögur um nóttina og appelsínugulir menn ćfđu steđjakórinn međ taktföstum hamarshöggum. Viđ ţessa nćturtónlist hrökk ég upp viđ ţađ ađ heimurinn snýst enn og nóttin er líka heimur kranamanna, leigubílstjóra og kvenna sem ţvo bláköflóttar skyrtur.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ţetta er lifandi og fallegt prósaljóđ, takk. Yndislegt ađ heyra frá ţér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.6.2008 kl. 00:14

2 Smámynd: Lilja Guđrún Ţorvaldsdóttir

Og valmúans sem enn springur út á nóttunni.

Lilja Guđrún Ţorvaldsdóttir, 9.6.2008 kl. 01:32

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Bestu kveđjur

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.6.2008 kl. 22:04

4 Smámynd: Eyţór Árnason

Takk fyrir innlitiđ stelpur, gott ađ heyra í ykkur.

Og Ingólfur, ef ţú verđur á ferđinni fyrir sunnan í nćstu viku, hver veit nema viđ náum einum kaffibolla. Svo fer ég í Mývatnssveit eftir viku. Til ađ veiđa! 

Eyţór Árnason, 15.6.2008 kl. 00:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband