Fótboltadagar


Nú eru góðir dagar. Fótbolti upp á hvern dag. Maður kastar frá sér vinnu, góðu veðri, spjalli við fjölskylduna og uppvaski, sest niður og horfir á fótbolta. Og ég er byrjaður að halda með Hollendingum. Var ekki alveg viss með hverjum ég ætti að halda, en nú er ég viss. Held að vísu líka pínu með Svíum, Rúmenum og Þjóðverjum. Það skilur að vísu ekki nokkur maður af hverju ég held með Þjóðverjum en það á sér langa sögu sem ég segi kannski seinna. Og ekki má gleyma Rússum, ég elska Rússa og svo er þjóðsöngurinn svo flottur. En það dugar ekki alltaf til að þjóðsöngurinn sé flottur því ég hef sjaldan séð aðra eins stemningu og í ítalska liðinu þegar þeir stóðu þétt saman og sungu þjóðsönginn hástöfum og maður hugsaði; þetta lið getur enginn unnið, en annað kom á daginn. Og þetta allt hefur áhrif á mann. Maður er allur léttari og alveg tilbúinn að taka boltann á ristina ef hann skyldi berast til manns, enda brá ég mér í Útilíf í gær og keypti fótboltapumpu á 790 kr. og pumpaði í fótbolta heimilisins og þar sem þeir skoppa hér um stofuna tek ég svona einn og einn innanfótar í nærstadda dyrastafi svo syngur í... Svo ætla ég að skreppa í Höllina á eftir og horfa á handbolta. Ég veit ekki hvað er að gerast með mig...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er árangurinn af ræktinni að gera vart við sig !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.6.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Eyþór Árnason

Ja gott ef satt væri!

Eyþór Árnason, 16.6.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband