Ísbjörn

Hann sefur rótt á sallafínum dúni

en sveitin bíđur ţess hann vakni' og múni.

Hann dreymir kannski dilkakjöt í maga

dauđleiđur á eggjunum á Skaga.

 

Hann dreymir jú um sílspikađa seli

sem synda út um allt á norđurhveli

en eggin étur eins og konfektmola

ţví óttast menn um kýr sínar og bola.

 

Gullvćgt er ađ gera enga skyssu

gott er samt ađ hafa hlađna byssu

ef Bjössi skyldi lćđast burt í laumi

ţví leikstjórinn hann er í ţessum draumi.

 

Nú horfir út á hafíslausa sćinn

og hugsar sitt á ţjóđhátíđardaginn.

En feginn er nú flökkubjörn á Hrauni

ađ frelsishetjan skuli vera Bauni. 

 

    Vonandi gengur allt vel. Gleđilega ţjóđhátíđ.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

heheh .. Frábćrt ljóđ ! Til hamingju međ daginn

ggs (IP-tala skráđ) 17.6.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Magnús Guđjónsson

Frábćrt innlegg í daginn Eyţór,  vonandi  kemst  Ófeigur Björ......son  aftur lifandi  í  dýragarđinn í  Kaupmannahöfn,  fín örlög  ţađ,  eđa   kannski bara til Grćnlands, ef  hann fćr vegabréfsáritun. 

Gleđailega ţjóđhátiđ

MG

Magnús Guđjónsson, 17.6.2008 kl. 13:24

3 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Ţetta er magnađ, frábćr kveđskapur

Rúnar Birgir Gíslason, 17.6.2008 kl. 15:35

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Snillingur ertu. Ekki var bauninn honum til gćfu eftir allt.  Náđi ekki einu sinni ađ hitta hann almennilega.  Kannski var hann međ baunabyssu?

Jón Steinar Ragnarsson, 17.6.2008 kl. 20:22

5 Smámynd: Karl Jónsson

Gaman ađ ţessu Eyţór!

Karl Jónsson, 18.6.2008 kl. 08:37

6 identicon

Glćsilegt, mjög skemmtilegt, biđjum ađ heilsa öllum.

Sigurđur Berndsen (IP-tala skráđ) 18.6.2008 kl. 20:57

7 Smámynd: Eyţór Árnason

Takk fyrir innlitiđ drengir, en ţetta fór eins og ţađ fór, greinilega ekki einfalt mál ađ fanga ísbjörn:

Ţeir náđu ekki nálinni ađ skjóta

norđanaldan hélt áfram ađ brjóta

og flökkubirna fyllti ćvidaga

í fjöruborđi útviđ Hraun á Skaga. 

Eyţór Árnason, 19.6.2008 kl. 01:07

8 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Flott kvćđi. Setti ţessa saman og á aukabloggiđ mitt (visur7.blog.is)

Ísbjörn skjóta urđu ţar

utan kvótans rauđa.

Til bangsa ljótu byssurnar

báru skjótan dauđa.

Sćmundur Bjarnason, 19.6.2008 kl. 01:15

9 Smámynd: Hildur Helga Sigurđardóttir

Dýrt -og "dýrt" kveđiđ hjá ţér Eyţór -og reyndar fleirum hér ađ ofan. Eftir allt sem á undan gekk er eins gott ađ frćndur á Skaga séu óétnir af ísbirnu. Henni gat ég hins vegar vel unnt ţess ađ eiga náđugt ćvikvöld í varpinu, eftir langan og strangan sundsprett o.fl. hremmingar.   Er ţó vel viđ ćđarfuglinn, en sýnist bara um ţetta varp ţađ vel hugsađ, ađ ég er nćsta viss um ađ ţađ verđur jafn gott ađ ári -ţó ađ ísbirna hafi nartađ í nokkur egg og unga milli blunda.

Hildur Helga Sigurđardóttir, 19.6.2008 kl. 02:17

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Frábćr kveđskapur! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.6.2008 kl. 22:35

11 Smámynd: Helga Guđrún Eiríksdóttir

Flottur alltaf, Eyţór! Skagfirđingar.. Skagfirđingar..

Helga Guđrún Eiríksdóttir, 21.6.2008 kl. 15:26

12 Smámynd: Ađalheiđur Ámundadóttir

Ađalheiđur Ámundadóttir, 21.6.2008 kl. 19:31

13 Smámynd: Eyţór Árnason

Takk fyrir innlitiđ og falleg orđ.

Eyţór Árnason, 22.6.2008 kl. 01:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband