17.6.2008 | 12:31
Ísbjörn
Hann sefur rótt á sallafínum dúni
en sveitin bíður þess hann vakni' og múni.
Hann dreymir kannski dilkakjöt í maga
dauðleiður á eggjunum á Skaga.
Hann dreymir jú um sílspikaða seli
sem synda út um allt á norðurhveli
en eggin étur eins og konfektmola
því óttast menn um kýr sínar og bola.
Gullvægt er að gera enga skyssu
gott er samt að hafa hlaðna byssu
ef Bjössi skyldi læðast burt í laumi
því leikstjórinn hann er í þessum draumi.
Nú horfir út á hafíslausa sæinn
og hugsar sitt á þjóðhátíðardaginn.
En feginn er nú flökkubjörn á Hrauni
að frelsishetjan skuli vera Bauni.
Vonandi gengur allt vel. Gleðilega þjóðhátíð.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- attilla
- gusti-kr-ingur
- reykur
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- brandurj
- gattin
- brandarar
- borkurgunnarsson
- madamhex
- saxi
- esv
- komediuleikhusid
- ea
- fridrikomar
- fhg
- lillo
- gesturgunnarsson
- gretarorvars
- eddabjo
- vglilja
- lucas
- hugs
- gummigisla
- gudnim
- sveitaorar
- gurrihar
- malmo
- bitill
- gullihelga
- hallkri
- hallurmagg
- nesirokk
- latur
- hlf
- blekpenni
- limran
- hildurhelgas
- hvitiriddarinn
- jahernamig
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobsmagg
- jensgud
- jonaa
- prakkarinn
- kafteinninn
- ktomm
- konukind
- kristjanb
- kiddirokk
- larahanna
- lara
- lillagud
- lindagisla
- lydurarnason
- magnusg
- mariakr
- sax
- mal214
- moguleikhusid
- king
- trollchild
- olinathorv
- omarragnarsson
- vestskafttenor
- palmig
- radda
- ranka
- raksig
- rungis
- salvor
- sigrg
- sij
- siggikaiser
- snorris
- solthora
- stebbifr
- lehamzdr
- daglegurdenni
- steinunnolina
- orgelleikarinn
- stormsker
- sverrir
- saemi7
- turilla
- eyja-vala
- valgeirskagfjord
- vest1
- eggmann
- vilborgv
- ylfalind
- bjarnakatla
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1545
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heheh .. Frábært ljóð ! Til hamingju með daginn
ggs (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 12:51
Frábært innlegg í daginn Eyþór, vonandi kemst Ófeigur Björ......son aftur lifandi í dýragarðinn í Kaupmannahöfn, fín örlög það, eða kannski bara til Grænlands, ef hann fær vegabréfsáritun.
Gleðailega þjóðhátið
MG
Magnús Guðjónsson, 17.6.2008 kl. 13:24
Þetta er magnað, frábær kveðskapur
Rúnar Birgir Gíslason, 17.6.2008 kl. 15:35
Snillingur ertu. Ekki var bauninn honum til gæfu eftir allt. Náði ekki einu sinni að hitta hann almennilega. Kannski var hann með baunabyssu?
Jón Steinar Ragnarsson, 17.6.2008 kl. 20:22
Gaman að þessu Eyþór!
Karl Jónsson, 18.6.2008 kl. 08:37
Glæsilegt, mjög skemmtilegt, biðjum að heilsa öllum.
Sigurður Berndsen (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 20:57
Takk fyrir innlitið drengir, en þetta fór eins og það fór, greinilega ekki einfalt mál að fanga ísbjörn:
Þeir náðu ekki nálinni að skjóta
norðanaldan hélt áfram að brjóta
og flökkubirna fyllti ævidaga
í fjöruborði útvið Hraun á Skaga.
Eyþór Árnason, 19.6.2008 kl. 01:07
Flott kvæði. Setti þessa saman og á aukabloggið mitt (visur7.blog.is)
Ísbjörn skjóta urðu þar
utan kvótans rauða.
Til bangsa ljótu byssurnar
báru skjótan dauða.
Sæmundur Bjarnason, 19.6.2008 kl. 01:15
Dýrt -og "dýrt" kveðið hjá þér Eyþór -og reyndar fleirum hér að ofan. Eftir allt sem á undan gekk er eins gott að frændur á Skaga séu óétnir af ísbirnu. Henni gat ég hins vegar vel unnt þess að eiga náðugt ævikvöld í varpinu, eftir langan og strangan sundsprett o.fl. hremmingar. Er þó vel við æðarfuglinn, en sýnist bara um þetta varp það vel hugsað, að ég er næsta viss um að það verður jafn gott að ári -þó að ísbirna hafi nartað í nokkur egg og unga milli blunda.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 19.6.2008 kl. 02:17
Frábær kveðskapur!
Lára Hanna Einarsdóttir, 20.6.2008 kl. 22:35
Flottur alltaf, Eyþór! Skagfirðingar.. Skagfirðingar..
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.6.2008 kl. 15:26
Aðalheiður Ámundadóttir, 21.6.2008 kl. 19:31
Takk fyrir innlitið og falleg orð.
Eyþór Árnason, 22.6.2008 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.