Sólstöður

Nú þegar landið er ísbjarnarlaust (eftir því sem best er vitað) setur að mér smá leiða. Ekki að það komi ísbjörnum neitt við heldur fæ ég alltaf þessa tilfinningu þegar ég fatta það að sumarsólstöður eru að baki og nú fer nóttina að lengja aftur. Ég áttaði mig á þessu í morgun og skildi þá af hverju kvöldin hafa verið svona falleg upp á síðkastið. Eins og sólin hafi verið að segja manni að gleyma ekki að lifa, lifa sig inn í sumarnóttina. En ég verð orðinn góður á morgun enda að leggja í hann norður í Mývatnssveit og þar rennur Laxá og þar búa urriðar sem dansa á sporðunum og éta æðarunga ef þannig liggur á þeim. Svo mér er ekki vorkunn. En það týndist hestur í göngum fyrir norðan í haust. Svo fundust hófför á Kili... Hefur einhver litið við í Gránunesi? Og ekki má gleyma að minnast á Rússana.  Ég held með þeim eftir kvöldið í kvöld. Allt til enda...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég fæ líka svona tilfinningu eftir sólstöðurnar... vott af depurð, en mér hefur hingað til tekist að hrista hana af mér og taka þessu af stóískri ró.

Gættu þín á ísbjörnunum nyrðra... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.6.2008 kl. 14:45

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Daginn farið að lengja já....er þetta ekki full mikil framsýni?

Heimir Eyvindarson, 30.6.2008 kl. 22:05

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Og senn líður að sumarlokum, og .....   ...........!?!?!?!?!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.6.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband