Gömul kærasta

Ég heyrði Anniku Hoydal syngja í útvarpinu í dag og það tók sig upp gömul ást. Ég man hvað ég var skotinn í henni, bæði fannst hún syngja svo vel og svo fannst mér hún líka rosalega sæt þar sem hún horfði á mig með þessum djúpu augum af plötuumslagi með Harkaliðinu í gulu rúllukragapeysunni og hárið svo hvítt. Já drengir mínir... Jæja, annars skaust ég í heimsókn upp á Krókháls minn gamla vinnustað í dag og heilsaði upp á vini. Þeir tóku mér vel, gáfu mér kaffi, en kvörtuðu undan bloggleti hjá mér. Ég sagðist hafa verið í sumarfríi og lofaði bót og betrun. Ég fann að þeir trúðu mér mátulega. Ég ætla líka að ganga vikulega á Esjuna. Ég fór nefnilega í síðustu viku þegar mesta blíðan var og sperrtist allur upp. En ansi var maður þungur á sér og mæddist fljótt. Svo nú á að taka sig á. Byrjaði í gær þegar ég eldaði kjötsúpu sem endist í þrjá daga og það fær enginn neitt á heimilinu fyrr en potturinn er tómur! Enda er ég svo hress núna að mér finnst ég geta hlaupið alla leið upp á Esju í einum rykk. Það er kannski af því að Annika er hér og horfir á mig. Svo styttist í Clapton.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Man líka eftir Anniku Hoydal, og þegar hún kom hingað. - En nú kemur Clapton svo.....

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.8.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband