15.8.2008 | 13:19
Blús í D-dúr op. 3
Nú ágústnóttin breiđir blćju mjúka
ţađ bćrist lauf í vígaferlabćnum
En hćlis fyrir sárfćtta og sjúka
sannlega er ţörf í einum grćnum
Á fimmtudegi fjórtánda í ágúst
flaug í gegnum loftiđ fyrir ljóra
ađ D-liđiđ af stađfestu međ strákúst
stuggađ hefđi fast viđ borgarstjóra
Nú sópađ hafa senjór út af baugnum
og sólin brátt til viđar niđur hnígur
En svekktur galar hauslaus uppá haugnum
hani sem ađ ekki lengur flýgur.
Hann Frímann átti' ađ fylla Óla stuđi
og forđa honum burt frá öllu fári
En bratti Óli skellti' á bitru suđi
og banabitinn reyndist Gunnar Smári.
Nú ólmast um á básnum sínum bláa
borgarstjórnarháaleitisnautiđ
Ţví frést hefur ađ framsókn eigi gráa
furđuskepnu sem ađ ţýđist flautiđ
Og framsókn góđa fyllti tóma básinn
og fullnćgingarblossar loftiđ lita
En fölur missti Óli fokkings ásinn
nú förukonur henda í hann bita.
Úti á túni tárast vinstri hjörđin
og tregar löngu gleymda hundrađ daga
Ţví svikul reyndist gamla söđulgjörđin
sem söngvarana teymdi milli laga.
Svo syngja ţau er sópa fóđurganginn
segulstöđvarblús og Svantes-vísur
Og kálfahópur kátur fćr í svanginn
kýlir vömb og dregur síđan ýsur
Og ţađ sást til Kobba keyra' í Vesturbćnum
kominn var í svörtu vetrarfötin.
En Marsibil er selurinn í sćnum
sem syndir um og andar inn í götin.
Og prunknir D-menn panta jólaskrautiđ
en pakkarnir ţeir eru upp og niđur.
Ţví leidíin sem leidd var undir nautiđ
ljóstrađi' upp hún vćri húsasmiđur.
Athugasemdir
ja hérna hér, ţú ert nú meiri snillingurinn :)
valla frćnka (IP-tala skráđ) 15.8.2008 kl. 14:06
Ţetta er tćr, brilljant snilld! Kćrar ţakkir.
Lára Hanna Einarsdóttir, 15.8.2008 kl. 15:42
Flottur blús Eyţór, ţađ hefur aldrei veriđ jafn "Gott ađ búa í Kópavogi" og nú ..
Magnús Guđjónsson, 15.8.2008 kl. 23:54
Já, ţetta er góđur bragur. Ég ćtlađi ađ snara í eina vísu um ţetta mál en var orđlaus!!
Hallmundur Kristinsson, 16.8.2008 kl. 01:29
Vćri mér heiđur ađ sjá ţig í Gvendarbrunnum 22. Ágúst
Einar Bragi Bragason., 16.8.2008 kl. 01:31
Hrein og bein "Tćr snilld", algjörlega tćr snilld. - Mikiđ assgoti ertu hagmćltur strákur!
Lilja Guđrún Ţorvaldsdóttir, 16.8.2008 kl. 02:05
Flottur Ráđhúsblús :-)
Kristján Kristjánsson, 16.8.2008 kl. 15:30
Takk fyrir innlit... og hóliđ!
Eyţór Árnason, 18.8.2008 kl. 22:26
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.