8.9.2008 | 22:46
Haustið kemur
Ég verð að viðurkenna að haustið er að detta á. Maður finnur það á morgnanna og í rökkrinu á kvöldin. Og grasið í vegaköntunum er orðið hvítt. Annars spurði ég einn frænda minn, sem veit ansi margt hvenær haustið byrjaði eignlega. Hann var hugsi augnablik en sagði svo: "Fjórtánda september." Ég er að hugsa um að halda mig við það. Maður er annars allur að jafna sig eftir silfurverðlaunin. Fór í veiðitúr um helgina og nú er botnfylli í frystikistunni góðu af laxi. Og það var ekki laust við hamingu er ég keyrði heim í gær. Var líka nokkuð drjúgur með mig í dag. Svo uppgötvði ég frábæra hljómsveit áðan. Tindersticks. Hún spilar víst á Nasa á fimmtudaginn. Svo styttist í réttir. Lífið er stundum svo skemmtilegt.
Athugasemdir
Verður safnið rekið niður Norðurárdalinn þann 14. september? Er það þess vegna sem haustið hefst þá?
Ferð ekki örugglega í göngur/niðurrekstur/réttir og færir manni fréttir?
Rúnar Birgir Gíslason, 9.9.2008 kl. 15:06
Safnið verður rekið niður þann 14. Ég ætla að skreppa og vita hvort haustið kemur í mig. Gef síðan skýrslu. Kveðja.
Eyþór Árnason, 10.9.2008 kl. 21:52
Klukk klukk
og góða ferð í Hlíðina okkar fögru
Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 22:00
Takk fyrir klukkið. Ég mun svara.
Eyþór Árnason, 12.9.2008 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.