Hitabeltisstormur og klukksvar

Nú er hann ađ bresta á. Stormur og rigning. En ţađ er hlýtt. Annars vaknađi ég tímanlega í morgun til ađ finna jarđskjálftann. Svo er ég endurnćrđur eftir gangna- og réttarferđ norđur um helgina. Segi kannski frá ţví síđar. Fór líka á tónleika međ Tindersticks. Og ég var klukkađur um daginn. Hér kemur klukksvar:

1. Fjögur störf sem ég hef unniđ um ćvina:

Landbúnađar- hitt og ţetta
Brúarsmíđi (helvíti hljómar ţađ vel)
Leikstjóri
Sviđsstjóri (í sjónvarpi)

2. Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:

Arabíu-Lárens (svo ótrúleg)
Deer Hunter (svo grimm)
Gullćđiđ (svo mikiđ yndi)
Land og synir (svo mikiđ eitthvađ. Svo lék Guđný frćnka í henni)

3. Fjórir stađir sem ég hef búiđ á:

Skagafjörđur
Svíţjóđ
Ţingholtin
Vesturbćrinn

4. Fjórir sjónvarpsţćttir sem mér líkar:

Mér líkar viđ flesta ţćtti sem ég vinn viđ svo ég ćtti auđvitađ ađ nefna nokkra en viđ skulum halda út eins og Sixten í Kontrapunkti sagđi og auđvitađ er hann fyrstur á blađi
Júróvisjón
Simpson
Bold and the beautiful

5. Fjórir stađir sem ég hef heimsótt í fríum:

Akureyri
Króatía
Köben
Mallorca

6. Fjórar síđur sem ég skođa daglega fyrir utan blogg:

Afskaplega latur ađ skođa netiđ.

7. Fernt sem ég held uppá matarkyns:

Ţar fór í verra ţví ég ét allt eins og kötturinn Bakkabrćđra og finnst flest gott
Sođinn Hérađsvatnasilungur
Sviđasulta
Saltket
Berjaskyr međ rjóma

8. Fjórar bćkur sem ég hef lesiđ oft:

Tarsan apabróđir
Guffi og furđufiskurinn
Brunabíllinn sem hvarf
Mold í Skuggadal

Og nú á ég víst ađ klukka einhverja en ég er alveg uppgefinn eftir ţetta. Líđur líkt og ég hefđi veriđ kvöldgestur hjá Jónasi eđa eitthvađ álíka. En ţetta er rammhollt ađ vera klukkađur. Mađur kemst nefnilega ađ svo miklu um sjálfan sig. Og enn bćtir í vindinn. En ţađ eru ber í ísskápnum. Og rjómi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ertu Boldari, Eyţór?! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.9.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Eyţór Árnason

Ţađ er fátt betra en gott Bold! (Ég á líka húfu merkta Boldinu sem Konni keypti í Ameríku)

Eyţór Árnason, 17.9.2008 kl. 00:07

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ekki á ég svona húfu...    og hef ég ţó ţýtt ósköpin viđ ađra konu í tćp 8 ár!

Ć, hvađ tíminn flýgur...

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.9.2008 kl. 00:08

4 Smámynd: Eyţór Árnason

Ég skal kaupa handa ţér húfu ef ég fer til Ameríku.

Eyţór Árnason, 17.9.2008 kl. 00:12

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hehehe...  takk, Eyţór minn. Ekki er ég sjálf á leiđinni ţangađ.

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.9.2008 kl. 00:14

6 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Boldarar! Ţiđ komiđ lengi á óvart

Heimir Eyvindarson, 18.9.2008 kl. 00:06

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ansans ertu nú mikiđ kúltúrhćnsn Eyţór minn.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2008 kl. 02:34

8 Smámynd: Eyţór Árnason

Jamm, ţađ gerir Boldiđ Jón minn

Eyţór Árnason, 27.9.2008 kl. 22:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband