Slökkt á sjónvarpinu

Ég stökk upp úr sófanum áðan, slökkti á sjónvarpinu og setti Tindersticks á fóninn. Það er frábær hljómsveit. Mér finnst þetta vera vottur af lífsmarki hjá mér að heyra í hljómsveit í útvarpinu á sunnudegi, hljómsveit sem ég hafði aldrei heyrt í, vera svo kominn á tónleika með þeim á Nasa nokkrum dögum seinna og ætla að kaupa alla diskana með þeim sem fyrst. En kannski er þetta bara vitleysa. En það er ekki vitleysa að ég sótti pakka af reyktum laxi í dag alla leið út á Seltjarnarnes en þangað var hann kominn norðan úr Mývatnssveit kofareyktur og fínn. Og það var helgiathöfn að opna pakkann og skella þykkri sneið á brauð með miklu sméri og mjólk með. Mér fannst augnablik eins og ég væri að vakna á réttardagsmorgun fyrir löngu og koma upp í eldhús þar sem laxabrauðið beið. Og ég er búinn að borða margar brauðsneiðar í dag. En nú er kallað. Það er víst að byrja góð mynd í sjónvarpinu. Bless.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband