Töffarastrengur

Nú er slitinn strengur. Töffarastrengur. Man einn morgun í bítið - Ísland í bítið og bítlastrákurinn frá Keflavík mættur með hjartagítarinn í spjall og spil - hlýr og glaður að vanda. Notar tímann, stillir. Bassatöffarinn stillir - stillir í bítið. Svo slitnar strengur. H-strengurinn slitnar á örlagastundu. Vont að spila á fimm strengi svona snemma dags. Gramsað í gítartöskunni og upp kemur strengur en það er kallað: ,,5, 4, Rúnar í sett! 3, 2, 1." Kappinn stekkur inn. Ég set streng í - spjallið rúllar: ,,Þú ert örvhentur Rúnar." ,,Nei það var Paul." Tíminn flýgur, Golli stillir, spjallið búið. ,,Eigum við ekki að fá eitt lag að lokum." Og það er stuð í bítið og gítar undir. Sex strengja hjartagítar... Slitinn er strengur. Hjartastrengur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta er fyrsta "minningargreinin" sem ég les hér á Blogginu.

Þetta er viðkunnanlegt og vel gert hjá þér. Öðruvísi en í Mogganum, enda þetta annar og öðruvísi miðill. Vel gert og viðkunnanlegt með ljóðrænum tón að vanda.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.12.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband