Færsluflokkur: Bloggar
17.1.2008 | 00:50
Eyrarrós
Ég var pínu spældur að kallarnir mínir að norðan skyldu ekki fá eyrarrósina hjá Dorrit. Þeir brunuðu suður og héldu uppi fjörinu á Bessastöðum og drógu ekki af sér. Pöpullinn hrökk í kút þegar þeir settu í gang. Sungu meðal annars Undir bláhimni. Hvað annað? Að sleppa að synga Undir bláhimni við svona tækifæri væri bara eins og ef Paul sleppti að syngja Yesterday fyrir drottninguna. En þeir fengu vín og snittur. Að vísu fannst þeim blandan full dauf, enda ekki vanir neinu sulli þessir drengir. Og eyrarrósin er fallegt blóm og ég er hættur að vera spældur, því Mugison og co eiga allt gott skilið. Hamingjubúgikveðjur vestur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.1.2008 | 00:12
Fyrsta blogg 2008
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.12.2007 | 00:55
Gamlársdagur 2007
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.12.2007 | 00:33
Jólatungl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.12.2007 | 01:15
Þriðjudagskvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.12.2007 | 12:05
Skyrtur - fyrri hluti
Ég verð seint talinn sundurgerðarmaður í klæðaburði. Það geta vinnufélagar og heimilisfólk vottað. Þó er fataskápurinn minn troðfullur. Mest eru það bolir merktir einhverjum sjónvarpsþáttum og maraþonhlaupum. Þó maður hafi ekki hlaupið meira en skemmtiskokk undanfarin fjórtán ár verður maður var við að fólk lítur til manns með lotningu, sérstaklega seinni partinn í ágúst, og hugsar: "Sko þennan. Hann hefur hlaupið þessi. Ansi er hann magnaður." Og ég læt mér vel líka. En ég ætlaði ekki að skrifa um boli. Eða gera úttekt á fataskápnum. Það kemur bara seinna. Ég ætlaði að skrifa um skyrtur. Ég bregð mér stundum í fínar skyrtur. Eða minnsta kosti þokkalegar. Og flestar eru þeirrar náttúru að það þarf ekki að strauja þær eftir þvott. Því ég verð að gera játningu; ég kann ekki að strauja. Jæja, þá er ég búinn að segja það. Konan straujar, því þó hún sé búin að gefast upp á að suða í mér svona á virkum dögum hvernig ég er til fara, þá vill hún að ég sé þokkalegur þegar mikið stendur til. Og hún hefur fullan stuðning minn í því að kenna syni okkar straukúnstirnar, því þar sem hún stóð við brettið í gær gekk sonurinn framhjá og hún greip hann glóðvolgan með járninu. Að vísu varð ekkert úr verklegri kennslu, því drengurinn varð fölur og fár og bar fyrir sig allskonar afsakanir. Sagðist m.a. þurfa að læra undir próf. Þar var hann sniðugur, því það má ekki stygga fólk í prólestri. En nú er það orðið skjalfest; drengurinn skal verða föðurbetrungur og læra að strauja. En þá missir hann af þeirri tilfinningu að fara í nýstraujaða skyrtu sem elskan hans hefur farið höndum um! Það eru breyttir tímar ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.12.2007 | 23:54
Skyr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
2.12.2007 | 01:31
Hulduhestur
... sem hvarf í göngum í haust sem leið norður í landi. Eins og hefur verið minnst á í gömlum bloggskrifum var þetta allt hið undarlegasta mál. Taminn hestur sem ákvað skyndilega að hlaupa frá hinum hestunum og taka strauið inn allan Seljárdal og hverfa. Það dugði ekki til þótt riðið væri brunastökk á eftir honum. Sá hestur spyrnti að lokum við fótum, uppgefinn, og horfðu knapi og hestur á eftir flughestinum hverfa í fjöllin. Já hesturinn bókstaflega hvarf í Tröllaskagann. Sumir halda að hann hafi verið heillaður af huldufólki, kannski verið hingað kominn frá því, eða huldufólkið þurft að flytja. Heyrði spurt í útvarpinu hvort hestar hefðu sál og þá í framhaldi hvort þeir gætu gengið aftur. Sá sem spurður var taldi það víst að hestar hefðu sál. Og þeir voru líka vissir gömlu kallarnir í gangnakofanum í Hálfdánartungum, þegar glaumur gangnasunnudagsins var hljóðnaður og menn að festa blund. Þá var riðið í hlað, hundarnir ruku upp og úti fyrir hringlaði í beislum. Menn kíktu út og höstuðu á hundana. Tungl var yfir Hörgárdalsheiði og veður kyrrt. Þegar búið var að róa hundana gerði gangnatunglið mönnum ljóst að ekki hafði fjölgað í hópnum. Það voru "hinir" hestarnir sem vildu vera með. Og kannski einn og einn genginn gangnamaður. Hvort það hringlar óvænt í beislum í Heiðarlandi næsta haust veit maður ekki. En ég veit að þeir gömlu verða viðbúnir. Hvað sótti svona á klárinn að hann hljóp inn í fjöllin? Beið einhver eftir honum á hinum Vallabökkunum bak við fjöllin? Í bókinni 36 ljóð eftir Hannes Pétursson er ljóð sem kallar stundum til mín:
Hestar bíða ferðar / til borgar erlendis - í námur.
Einn dag er þeim róið fram / í flutningaskip á legunni.
Fyrr en nokkurn grunar / fleygir sér yfir borðstokkinn / hvítur foli sem grípur / geyst sundið til lands! / Hann syndir, syndir / í suðurátt, að fjarðarbotni ...
öslar upp í fjöru / og á flugahlaupi / stefnir hann saltblautur / inn sveitirnar, heim, heim!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2007 | 00:24
Bækur á náttborði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2007 | 23:47
Hiti
Ef ég var með hroll í gærkveldi, þá er ég með hita í kvöld. Ég held nú samt að ég standi alveg í 37 gráðum, en samt er ég funheitur. Ég hlustaði og horfði á Eivöru í sjónvarpinu áðan. Og maður er bara ekki samur eftir. Hún er svo mikil villikona, en syngur samt svo blítt að maður tárast. Svo breytist hún á augabragði í pönkara og maður hlær. Svo á næsta andartaki verður hún fugl og maður er ekki viss hvort hún er þessa heims eða annars.
hjarta mítt:
míni eygu sukku í djúpa hav í / nátt, og hjarta mítt brann eins / og eldur, og sjálvt um luftin / var ísaköld, so vermdu meg / tínar heitu hendur. nei, aldri eg / gloyma man tvey eygu so rein, / og andlitið so yndisligt, blítt, / og um eg ikki tá var farin heim, / tá mundi tú stolið hjarta mítt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)