HM - dagur eitt

Jæja þá er þetta byrjað. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu er hafin. Já takk fyrir það. Og útlit fyrir að ég geti horft á nokkuð marga leiki alveg ótruflaður. Já takk. Veröldin er kannski ekki eins slæm og stundum er sagt. Og það er ekki bara í S-Afríku sem er gott fótboltaveður. Hér í Reykjavík er akkúrat svona veður þegar mann langar til að reima á sig skóna og hlaupa út á gras og skjóta á mark. þ.e. ef maður ætti skó og treysti sér til að taka sveiflu án þess að togna! Annars voru svona kvöld ómetanleg í den. Logn og upplagt að skjóta í mark og stilla kíkinn á rifflinum. Gallinn við það var hávaðinn sem því fylgdi. En það var hávaði á leikjunum áðan. Óþolandi helvítis lúðrablástur, svo maður heyrði ekki einu sinni hvort heimamenn fögnuðu þessu glæsilega marki sem opnaði keppnina. Ég hélt með S-Afríkudrengjunum í fyrsta leiknum og hefði verið mjög glaður ef þeir hefðu unnið. Annars er ég ekki búinn að velja mér lið. Ég held allaf með hinum og þessum. Að vísu viðurkenni ég strax að ég held með Dönum! Já ekki segja neitt. En ég held ekki með Frökkum. Ég þoli þá ekki. Alltaf með einhvern svip sem fer í taugarnar á mér. Að vísu var ég hrifinn af Ribery í dag. Hann hleypur af ákafa og er eitthvað svo wild með örið. En sem sagt, ég hélt með Úrúgvæ. Alltaf verið svolítið hrifinn af Diego Forlan. Hann er með einhvern eld í augunum. Sem sagt fyrsti dagur búinn og allt upp í loft í riðlinum, eða allt í járnum. allt kyrrt, allir með eitt stig. Og kvöldið hér við Flóann með afbrigðum fallegt og Esjan blá eins og fótboltabúningur. Já takk, HM er farið af stað.    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað heldur maður með S-Afríku - þeir spila í Skallagrímsbúningi

Guðrún Harpa (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 01:56

2 Smámynd: Brandurj

Ég nefnilega held að þjóðverjar komi á óvart og vinni þetta mót með stæl.Frakkar eru alveg að drulla á sig,maður sá það á leik þeirra í gær,Suður Afríka átti að vinna Mexíkó,Urugvæ átti svo sannarlega að vinna frakkana,og argentína rétt marði gott lið nígeríu,,,,þannig að England á eftir að koma á óvart líka en Þjóðverjar taka þetta alla leið.

takk fyrir mig og góða grein hjá þér. 

Brandurj, 12.6.2010 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband