Létt-blogg

Allt í einu er komin léttmjólk i ísskápinn. Ekki pantaði ég hana. En ég læt mig hafa það. Enda drekk ég mikla mjólk og nota mikið smjör. Og lít vel út. Eða þannig. Mér finnst að vísu er ég lít í spegil á morgnana að ég sé orðinn ansi eitthvað gamall og þreyttur. En ég er miklu skárri á kvöldin. Allt að því fallegur. Og mér fannst eins og ég væri orðinn ungur aftur í gærkveldi þegar ég lá inni í rúmi og hlustaði á eldgamlar plötur með Savage Rose. Nýbúinn að láta gera við gamlan Superscope-magnara sem hefur legið þolinmóður í geymslu í 20 ár. Og það var eins og við manninn mælt að þar sem ég lá þarna með heyrnartólin á hausnum hvarf ég inn í gamla tímann. Fór sálförum og sveif inn í magnarann. Þar söng Annisette fyrir mig einan og Koppel-bræður spiluðu af fítonskrafti og ég dansaði með - grunlaus um hamfarir liðnna daga. Og þegar ég kom til baka fann ég að það var satt. Ég hafði yngst. Ég bíð spenntur eftir því hvort einhver tekur eftir þessu á morgun. Og svo voru Svartir englar að klárast í kvöld. Og Benni Erlings fór á kostum hjá Loga á föstudaginn og ég var líka minntur á að K.K. spilaði Æðruleysissönginn fyrst hjá Loga (af því að ég sagðist hafa séð hann í Kastljósinu í síðasta bloggi). Já maður verður að passa sig! Annars er merkisdagur á morgun því í nótt verða 23 ár frá því Ragnheiður Vala fæddist. Til hamingju Vala mín! Eins og þið sjáið er þetta létt-blogg. Það þýðir ekki að hamfarabloggi sé lokið. Ég er bara að safna kröftum. Þess vegna er gott að skreppa og leggjast í tímavélina. Superscopevélina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

kvitt

Einar Bragi Bragason., 27.10.2008 kl. 01:12

2 identicon

Til hamingju með dótturina fögru elsku unglegi Eyþór minn :)

Imba (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 12:23

3 identicon

Til hamingju með hina frænkuna mína :-)

Guðrún Harpa (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:46

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Kvitt og takk fyrir síðast

Heimir Eyvindarson, 28.10.2008 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband