Ég er gæs

Ég er gæs. Aligæs. Búinn að standa með trektina í trantinum og taka við stöffinu sem troðið hefur verið í mann undanfarið. Og nú er komið að því að ná í lifrina. Henni verður pakkað í áldósir (takk fyrir álið) og send til ríku landanna þar sem gúrme-liðið mun gæða sér á mér. Hluta af mér. (Lifrin er nefnilega aðallífærið sagði vinur minn eitt sinn. Afgangurinn af skrokknum er til að þjóna lifrinni.) Þessi vinur minn hafði rétt fyrir sér. Og ég er tilbúinn. Stöffaður upp í háls og bíð. Ég er gæs. Hamfaragassi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert dásamlegur!

Imba (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 00:25

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kíktu á þetta!

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.11.2008 kl. 03:14

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er það ekki svoldið heimsborgaralegt að heita Paté?

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2008 kl. 18:51

4 Smámynd: Eyþór Árnason

Jú það er rétt Jón, en höfum við ekki verið að streitast við að verða rosalegir heimsborgarar undanfarið! Annars hljómar Eyþór P. Árnason ekki svo illa! Takk fyrir innlit og hvítan fána Jón minn. Og takk fyrir innlit og knús stelpur mínar.

Eyþór Árnason, 15.11.2008 kl. 23:45

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he he

Einar Bragi Bragason., 17.11.2008 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband