29.9.2008 | 23:20
Þjóðnýtingardagurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.9.2008 | 23:06
Slökkt á sjónvarpinu
Bloggar | Breytt 28.9.2008 kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 22:56
Tyrkjaránið 2
Nú brugðið er eldgamla Bleik
ég bjóst ekki við þessum leik
sú fullnæging er ekkert feik
og frostið það á ekki breik
því Kaupþing er komið í sleik
við kuflklæddan skeggjaðan sjeik
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2008 | 23:49
Hitabeltisstormur og klukksvar
Nú er hann að bresta á. Stormur og rigning. En það er hlýtt. Annars vaknaði ég tímanlega í morgun til að finna jarðskjálftann. Svo er ég endurnærður eftir gangna- og réttarferð norður um helgina. Segi kannski frá því síðar. Fór líka á tónleika með Tindersticks. Og ég var klukkaður um daginn. Hér kemur klukksvar:
1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Landbúnaðar- hitt og þetta
Brúarsmíði (helvíti hljómar það vel)
Leikstjóri
Sviðsstjóri (í sjónvarpi)
2. Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:
Arabíu-Lárens (svo ótrúleg)
Deer Hunter (svo grimm)
Gullæðið (svo mikið yndi)
Land og synir (svo mikið eitthvað. Svo lék Guðný frænka í henni)
3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Skagafjörður
Svíþjóð
Þingholtin
Vesturbærinn
4. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Mér líkar við flesta þætti sem ég vinn við svo ég ætti auðvitað að nefna nokkra en við skulum halda út eins og Sixten í Kontrapunkti sagði og auðvitað er hann fyrstur á blaði
Júróvisjón
Simpson
Bold and the beautiful
5. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Akureyri
Króatía
Köben
Mallorca
6. Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
Afskaplega latur að skoða netið.
7. Fernt sem ég held uppá matarkyns:
Þar fór í verra því ég ét allt eins og kötturinn Bakkabræðra og finnst flest gott
Soðinn Héraðsvatnasilungur
Sviðasulta
Saltket
Berjaskyr með rjóma
8. Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Tarsan apabróðir
Guffi og furðufiskurinn
Brunabíllinn sem hvarf
Mold í Skuggadal
Og nú á ég víst að klukka einhverja en ég er alveg uppgefinn eftir þetta. Líður líkt og ég hefði verið kvöldgestur hjá Jónasi eða eitthvað álíka. En þetta er rammhollt að vera klukkaður. Maður kemst nefnilega að svo miklu um sjálfan sig. Og enn bætir í vindinn. En það eru ber í ísskápnum. Og rjómi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.9.2008 | 22:46
Haustið kemur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.8.2008 | 00:28
Ævintýri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.8.2008 | 22:36
Hjartsláttur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2008 | 23:05
vs - hvað er það?
Um daginn datt inn um lúguna miði til að minna á fótboltaleik. KR átti að spila heimaleik við FH. Og hvað stendur á miðanum með stórum stöfum: KR vs. FH og síðan kom staður og dagsetning. Hvað á þetta að þýða? Má ekki bara segja að KR spili við FH á sunnudaginn. Og þetta helvíti heldur áfram. Í blöðunum um helgina var bílasala auglýst með stórum stöfum sem eitthvert bílaoutlet. Ég er alveg að bugast...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.8.2008 | 13:19
Blús í D-dúr op. 3
Nú ágústnóttin breiðir blæju mjúka
það bærist lauf í vígaferlabænum
En hælis fyrir sárfætta og sjúka
sannlega er þörf í einum grænum
Á fimmtudegi fjórtánda í ágúst
flaug í gegnum loftið fyrir ljóra
að D-liðið af staðfestu með strákúst
stuggað hefði fast við borgarstjóra
Nú sópað hafa senjór út af baugnum
og sólin brátt til viðar niður hnígur
En svekktur galar hauslaus uppá haugnum
hani sem að ekki lengur flýgur.
Hann Frímann átti' að fylla Óla stuði
og forða honum burt frá öllu fári
En bratti Óli skellti' á bitru suði
og banabitinn reyndist Gunnar Smári.
Nú ólmast um á básnum sínum bláa
borgarstjórnarháaleitisnautið
Því frést hefur að framsókn eigi gráa
furðuskepnu sem að þýðist flautið
Og framsókn góða fyllti tóma básinn
og fullnægingarblossar loftið lita
En fölur missti Óli fokkings ásinn
nú förukonur henda í hann bita.
Úti á túni tárast vinstri hjörðin
og tregar löngu gleymda hundrað daga
Því svikul reyndist gamla söðulgjörðin
sem söngvarana teymdi milli laga.
Svo syngja þau er sópa fóðurganginn
segulstöðvarblús og Svantes-vísur
Og kálfahópur kátur fær í svanginn
kýlir vömb og dregur síðan ýsur
Og það sást til Kobba keyra' í Vesturbænum
kominn var í svörtu vetrarfötin.
En Marsibil er selurinn í sænum
sem syndir um og andar inn í götin.
Og prunknir D-menn panta jólaskrautið
en pakkarnir þeir eru upp og niður.
Því leidíin sem leidd var undir nautið
ljóstraði' upp hún væri húsasmiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.8.2008 | 22:41
Ágústkvöld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)