Þjóðhátíð

Það er svo langt síðan ég hef bloggað að ég veit ekki hvort það tekur því að byrja... en mér fannst ljóðið eftir Jónas Hallgrímsson sem fjallkonan flutti fyrir okkur á Austurvelli í gær vera magnað. Séra Þorsteinn Helgason heitir ljóðið og er sennilega ort 1841. Þorsteinn þessi var prestur í Reykholti en drukknaði í Reykjadalsá 1839. Og svo ég vitni í ritsafn Jónasar (Svart á hvítu-safnið): ,,Eftirtektarvert er að kvæðið snýst fljótlega upp í ættjarðarkvæði þar sem Jónas minnir á glæsta fortíð sem andstæðu við ,,bölið kalda" sem vísar til ástands lands og þjóðar í samtímanum. En brýningin er aldrei langt undan og þótt margir góðir menn hafi fallið í valinn segir Jónas að ,,eyjan hvíta" eigi sér enn von." Já það er nú það. En ég hef von eftir gærkvöldið. Skrapp í bæinn og fór á Arnarhól með dætrum mínum og hlustaði á Mannakorn, Þú og ég, einhverja unga drengi með gítara og Dúndurfréttir sem voru algjört dúndur! Svo kom fjallkonan, sem las ljóðið svo fallega; hún kom svífandi og kyssti mig, svo er nema von að ég eigi von!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég skil !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.6.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband